Sunnudagur, 3. ágúst 2014
100 ára sjálfsmorđ Evrópu
3. ágúst 1914 kl. 19:00 tókust ţeir í hendur Wilhelm von Schoens sendiherra Ţjóđverja og Rene Viviani forsćtisráđherra Frakklands eftir ađ sá fyrrnefndi afhenti stríđsyfirlýsingu Ţjóđverja. Ţýska útgáfan Die Welt minnist atburđarins međ fyrirsögninni Á ţessum degi framdi Evrópa sjálfsmorđ.
Víđa í Evrópu var fagnađ. Stríđ var langţráđ tilbreyting frá leiđinlegum hversdagsleika. Almannarómur var ađ stríđiđ stćđi ekki nema i nokkrar vikur, líkt og síđasta stríđ Frakka og Ţjóđverja 1870/71. Stefan Zweig segir frá ţýsk-austurrískri stríđshrifnćmi ţessa sumardaga fyrir hundrađ árum í bókinni Veröld sem var.
Zweig var austurrískur gyđingur og gerđi ţađ gott sem rithöfundur á árunum milli stríđa. Ef einhver einn einstaklingur persónugerir sjálfsmorđ Evrópu ţá er ţađ Stefan Zweig. Hann skrifađi um ţýsk, frönsk og rússnesk skáld; Maríu Stúart drottningu Skota og lögreglustjóra Napoleóns. Viđfangsefnin sótti hann út um alla álfuna. Fyrst og fremst var hann ţekktur fyrir smásögur sínar ţar sem innri angist ef ekki sálfrćđistríđ keyrđi áfram frásögnina.
Sjálfsmorđ Evrópu dróst á langinn. Bandaríkin komu Evrópu til bjargar 1917 og ári seinna var saminn friđur kenndur viđ Versali. Friđurinn stóđ ekki lengi. Samlandi Zweig, mađur ađ nafni Adolf Hitler, náđi völdum í Ţýskalandi undir ţeim formerkjum ađ endurreisn međ stríđi vćri hin rétta ţýska ađferđ.
Zweig flúđi Hitler, fyrst til Bretlands, ţá Bandaríkjanna og loks Brasilíu. Hann var einn mest lesni höfundur samtímans og ţokkalega fjáđur - ólíkt ţorra flóttamanna. Zweig eignađist nýja konu ţrjátíu árum yngri og hélt skrifum áfram, lauk m.a. viđ Veröld sem var og Manntafl.
Sjálfsmorđ Evrópu hófst međ fyrri heimsstyrjöld og hélt áfram í ţeirri seinni. Stefan Zweig fékk nóg af veröldinni eins og hún var orđin. Hann ţreifst ekki í nýjum heimkynnum og örvćnti um ţau gömlu. Ásamt konu sinni, Charlotte Elisabeth Altmann, framdi Zweig sjálfsvíg ţremur árum fyrir lok seinna stríđs.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.