Slúður verður að stjórnsýsluathöfn

Umboðsmaður alþingis hleypur á eftir slúðurfrétt DV um afskipti innanríkisráðherra af störfum Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þegar hann skrifar ráðherra bréf með ósk um upplýsingar.

Umboðsmaður staðfestir með ósk sinni sérkennilega háttsemi ríkissaksóknara, Sigríðar Friðjónsdóttur, sem bersýnilega var ekki á meintum fundum Stefáns og ráðherra né heldur aðili að meintum símtölum ráðherra og lögreglustjóra. Engu að síður vísar umboðsmaður í samtal sem hann á við Sigríði í gær, áður en hann sendir ráðherra ,,fyrirspurnarbréf" í dag. 

Stefán Eiríksson neitar opinberlega að hann hætti sem lögreglustjóri vegna afskipta ráðherra. Þar með ætti slúðrið að falla niður dautt. Sigríður saksóknari heldur á hinn bóginn slúðrinu lifandi og fær núna umboðsmann alþingis í lið með sér. 

Með því að slúður verður að stjórnsýsluathöfn í höndum umboðsmanns alþingis er komið fordæmi sem pólitískir lukkuriddarar og slúðurfjölmiðlar munu nýta sér. Betri stjórnsýsla verður ekki niðurstaða þeirrar vegferðar.

 


mbl.is Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll..ert þú með einhverjar upplýsingar sem umboðsmaður Alþingis og stjórsýslunefnd hafa ekki ? Þá væri til hægðarauka að þú upplýstir viðkomandi um það, er það ekki ?

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2014 kl. 14:07

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú hefur kannski ekki veitt því athygli að umboðsmaður ákveður þetta í framhaldi af samtölum við Stefán og ríkissaksóknara.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2014 kl. 14:08

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já þetta er alveg hræðilegt. En við skulum missa kjarkinn, piltar mínir, og vona að þegar neyðin er stór þá sé hjálpin nær.

Jóhannes Ragnarsson, 30.7.2014 kl. 14:11

4 identicon

Sæll Páll jafnan - sem og aðrir gestir þínir !

Páll síðuhafi !

Farðu nú ekki - að leggjast á það lága plan / að reyna að verja fordild og heimsku þessarrar kvensniptar (Hönnu Birnu) Páll minn.

Þakkarvert mjög - að í rotinni ísl. stjórnsýslu skuli þó finnast ENNÞÁ menn: eins og Tryggvi umboðsmaður / sé mið tekið af því hversu spilltir stjórnmála- og embættismenn hafa marga í vösum sínum - á sama tíma: og þeir eru að moka undir sig og sína - dægrin löng / á KOSTNAÐ vinnandi fólks í landinu.

Mið- Afríkulýðveldið / Kongó og Búrma: auk fjölda annarra plássa mega víst þakka fyrir MUN hærri siðferðisstuðul sinn - í samanburði við Ísland alla vegana - Páll minn.

Jóhannes Beitningameistari og fornvinur - úr Ólafsvík undan Enni vestra !

Þakka þér fyrir vel orðaða sneiðina - til Páls og annarra þeirra / sem kjósa að HORFA Í HINA ÁTTINA: þegar ''óþæg indi'' ýmis - sækja að viðkomandi.

Með beztu kveðjum af Suðurlandi - sem oftar og áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 14:38

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Nú segir Stefán sjálfur að þetta lekamál hafi ekkert með vinnuskipti sín að gera og að gera einhver læti útaf því að Ráðherra eigi viðtal og jafnvel símtal við Lögreglustjóra væntanlega um stöðu mála er ekkert athugavert, það verður að hafa það í huga að Hanna Birna og hennar fólk er búið að sæta mikillri ef ekki stöðugri pressu frá vissum fjölmiðli varðandi þetta mál og ekkert eðlilegra en Embættið vilji gefa nýjustu stöðu mála sem það hefur væntanlega fengið þá hjá ja hverjum öðrum en Lögreglustjóra...

Ég er farin að velta því fyrir mér af hverju DV lætur svona varðandi þetta mál og alvaralega er ég farin að velta því fyrir mér hvort þetta dagblað eigi eitthvað undir að ómerkja málið jafnvel...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.7.2014 kl. 14:52

6 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Ingibjörg Guðrún !

Væri ykkur Páli síðuhafa - og öðrum skoðanasystkinum ekki nær / AÐ ÞAKKA Dagblaðinu- Vísi punkti is fyrir: að fletta óhikað ofan af margs konar sóðaskap í samfélginu - í stað þess að vera að hnýta í það fyrir greiðvikni þess í okkar þágu - að óverðugu ?

Hvar eru : Ríkisútvarpið / 365 miðlar og Morgunblaðið: svo og Útvarp Saga t.d. stödd í vitneskjunnar og sannleikans leitinni Ingibjörg mín ?

Þú ættir - að ígrunda aðeins betur - HHVERS LAGS ÓÞVERRA FORARVILPA íslenzkt samfélag er orðið Ingibjörg Guðrún / og ærlegt og heiðarlegt fólk hrekst héðan í burtu unnvörpum sökum ósómans og ósanngirninnar - með hverju misserinu sem líður.

Með ekki síðri kveðjum - en hinum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 15:02

7 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ingibjörg Guðrún segir, svona efnislega:

Nú segir Stefán sjálfur að þetta lekamál hafi ekkert með vinnuskipti sín að gera og að gera einhver læti útaf því að ráðherra og yfirmaður lögreglustjóra sem er grunuð um ólöglegt athæfi og sætir lögreglurannsókn vegna þess eigi viðtal og jafnvel símtal við Lögreglustjóra væntanlega um stöðu mála í rannsókninni um sig sjálfa og sín hugsanlegu lögbrot er ekkert athugavert, ...

Það er nefnilega það.

Skeggi Skaftason, 30.7.2014 kl. 15:27

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Skyldi Páll Vilhjálmsson fá borgað fyrir þessi bloggskrif sín? Af Mogga, eða einhverjum pólitískum "thinktank"??

Páll talar oft um vinstri-"Samfylkingar"-"bloggherinn" sem hann svo kallar, eða öðrum nöfnum. Sjálfur er Páll miklu afkastameiri bloggari en allir þeir bloggarar sem hann kennir sig við og tekur ALLTAF fyirsjáanlega og einhliða pólitíska afstöðu.

Oft er vitnað til pólitískra skrifa Páls, í hinu rampólitíska Morgunblaði, sem er gefið út af moldríkum útgerðarmönnum og styður þjóðlegan pópúlisma Sigmundar Davís-Ólafs Ragnars-stjórnarinnar.

En kannski er Páll ekki pólitískur leigupenni heldur bara með svona svakalega svart-hvíta og einhliða heimsmynd.

PS

Ég er ekki í Samfylkingunni, ég er ekki heitur ESB-sinni og ég fæ ekki borgað fyrir mín bloggskrif.

Skeggi Skaftason, 30.7.2014 kl. 15:57

9 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þarna má sjá hvernig málum er háttað í stjórnsýslu í dag. Ég hef ekki séð makann á Norðurlöndum áður og fer stjórnun og umræðan í þá mestu þvælu og setur mælikvarða á hópinn líka. Það fer að líða að leikslokum fyrir okkur sem siðmentað nútíma þjóðfélag og er nú kominn tími fyrir þessa byltingarmenn sem við lesum og heyrum um allt oftar  þessa dagana. Upplausnarstjórnsýsla með mafíustjórn á bakvið.

Eyjólfur Jónsson, 30.7.2014 kl. 17:12

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Páll.

Ekki skaltu mikið mark taka á Óskari Helga nokkrum sem fer um bloggheima og blæs sem hvalur væri, en lítt mark er sem fyrr segir á mörg/flestu því sem hann hrópar á torgum sleggjudómara göturæsisins. Hann er sem rakkagrey þau sem gelta hvað hæst á bak við bílrúður og grindverk, en leggja niður skott sitt ýlfrandi ef rúðan eða grindverk skilur ekki lengur að þá sem svona grey gelta hvað hæst að.

Það er vandi hans, sem og Steingríms heitins Hermannssonar, að tala hváftum tveim og jafnan sitt með hvorum þegar hentar þeim og aka seglum sífellt eftir vindum.

Óskar þessi Helgi er marg reyndur af því að gjamma hátt sem önnur slík grey, en er Freyja þeim þó meiri.

Hann gjammar sem fyrr segir hátt og hvellt en þegar hann er spurður um staðreyndir til að styðja við gjammið þá verður fátt um svör, hvað þá staðreyndir ellegar gögn sem snúa að því að sanna mál hans.

Hann tekur meira að segja upp mál óaðspurður og nefnir „staðreyndir“ úr eigin hugarheimi sem hann ómögulega getur síðan fært rök fyrir eigin hugarheimi eða útreikningum nokkrum, en hér er vísað til stapreynda um raunkostnað byggingu íþróttamannvirkis sem hann hefði gert 95 sinnum ódýrar en Hveragerði reisti sér í óþökk nefnds Óskars Helga.

Slíkt bendir til þess að hann er í hópi sleggjudómara göturæsisins sem hefur Gróu nokkra á Leiti sem háyfirdómara sinn um leið og sú sama er stjörnuvitni í öllum sleggjudómum háyfirdómstól þessum.

Illt er við að eiga og við ramman reip að dragavið slíkan háyfirdómstól í hverju máli.

Sannast slíkt meðal annars á fyrri skrifum téðs sleggjudómara Óskar nefnds Helga þegar hann heldur ekki vatni yfir ódáminum Tryggva umboðsmanni Alþingis að hann nú hefur söðlað um að hætti nefnds Steingríms þegar hentar honum, en sjá má í tveimur bloggum fyrri frá þessum Óskari Helga sem fer með sannleik að vild sinni eftir því sem hentar honum og háyfirdómara og stjörnuvitni í hverju þeirra máli, Gróu á Leiti. Nei hann Óskar þessi Helgi lætur ekki sannleik eyðileggja kjarnyrt blogg sitt og hvellt gjammið.

Leitt er til að vita því margt gott hefur einnig komið frá nefndum Óskari Helga í ýmsu samt, en fylginn er hann sér í málflutningi og er gott að eiga hann að þegar hann fer ekki að skipan háyfirdómara sleggjudóms göturæsisins.

Hér eru dæmi úr bloggskrifum hans um þá ´ódáminn >Tryggva umboðsmann, sem hann nú hedur ekki vatni yfir hvað er frábær :

.

http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/?month=1;year=2009;offset=32

.

og síðan

.

http://svarthamar.blog.is/blog/svarthamar/entry/895391/

Þetta eru einungis tvö dæmi sem ég minntist þessa stundina.

Ég þakka þér kæri Páll fyrir glögga sýn á þjóðfélagsmál flest og góða greiningu þína sem ég er að flestu jafnan sammála þér um þó við séum ekki ávallt sammála í pólitík allri sem von er. Þessi pistill þinn líst mér vera sannur eftir því sem fram hefur komið um fjölmiðla og ummæli þeirra sem um ræðir.

Af Óskari nefndum Helga er það að segja að ég bið algóðan Guð að blessa hann og bið þess að Guð gefi honum að hann snúi sér af þeirri illu braut sem ég hefi nefnt hér í þessum pistli, því góður penni er hann og kjarnyrtur, en hann þarf að hætta digurbarkalegum upphrópunum og illum nöfnum sem hann smyr á saklausa og fyrirmenni ýms sem hann sparar jafnan ekki fjölmæli eða ill nöfn ómakleg.

Ég bið algóðan Guð fyrir góðri heilsu hans og innræti. Við þurfum á Óskari þessum Helga að halda sannleiks megin við skrif á bloggsíðum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.7.2014 kl. 18:41

11 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Nafnleysis rolunni Predikara: mun ég EKKI svara framar gott fólk - eins og ég tók fram reyndar á síðu minni / á dögunum.

Hvorki hér á vettvangi - né annarrs staðar.

Svoleiðis feluleikja menni sem hann: er EITT STÓRT NÚLL (0) í mínum huga svo fram komi - einnig !

Sömu kveðjur og seinustu - nema til Predikara væskilsins /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 19:42

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Óskar Helgi þessi títtnefndur samur við sig eins og sjá má.

Nafnleysi á blog.is er í raun ekki til þar sem hver sá sem þar á aðgang er með skráða kennitölu, heimili og síma því hver og einn, Óskar nefndi Helgi sem og Predikarinn þurfa í eigin persónu að standa fyrir máli sínu fyrir dómara hafi þeir gerst brotlegir vegna fjölmæla sinna eða öðrum lögbrotum í skrifum sínum. Þannig er nafnið Óskar Helgi mér jafn óþekkt og fjarlægt og honum er nafnið Predikarinn.

Sem fyrr er ekkert að marka sleggjudómara göturæsisins sem jafnan eins og sést á innleggi hans og illmælgi um mig sem aðrar persónur.

Honum hentar, sökum skorts á svörum eftir leiðum sannleikans, að skýla sér bak við skáldnafn mitt og að það þurfi ekki að svara vitleysu þeirri sem Óskar nefndi Helgi setur fram, því hann noti þjóðskrárnafn sitt en ég ekki !

HEIGULL er réttnefni slíkra sem ekki geta svarað með sannleiks rökum vitleysu þeirri sem slík grey færa fram.

Auvirðilegt í hæsta máta af slíkum sem Óskari títtnefndum Helga.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.7.2014 kl. 20:02

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mikil er trú þín kona!

Það er ekkert eðlilegra í pólitík, en að fólk bjóði sig fram og keppi um embætti. Þegar fólk tapar, reynir á manndóminn. Þegar Hanna Birna tapaði fyrir Bjarna ákveðinn hópur að gera reglulega skoðanakannanir, sem voru misvel unnar. Það þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu til þess að sjá hvaðan þær skoðanakannanir komu, jú frá Viðskiptablaðinu. Svo þegar eigendahópur þess blaðs var skoðaður þótti baráttan ekki par merkileg. Hins vegar voru tengsl blaðsins við ,,fornvin" þinn Páll, Jón Ásgeir nokkuð auðrekjanleg. Nú þegar aðförin mistókst hrapalega, m.a. með um 600 níðgreinum DV um Bjarna, skal stilla nýjum manni fram. Þá er Hanna Birna handónýt og DV skrifar reglulega, auk þess sem ,,Baugsmiðlarnir" eru nýttir þegar það þykir henta. Þegar þetta tekst ekki eins hratt og aðfararliðinu hentar, er skuldinni skellt á Bjarna. Það kæmi mér ekki á óvart að Páll Vilhjálmsson verði fljótlega kynntur til sögunnar sem einn af ritstjórnum Fréttablaðsins.

Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2014 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband