Miðvikudagur, 30. júlí 2014
Efnahagsstríð grefur evrunni dýpri gröf
Núllvöxtur er nýtt norm á evrusvæðinu, segir Jeremy Warner á Telegraph og verður að leita aftur til frönsku byltingarinnar til að finna sambærilega lága ávöxtun á spænskum tíu ára ríkisskuldabréfum. Í annarri frétt, sem Evrópuvaktin segir frá, er 15. öldin viðmið fyrir lága ávöxtun ríkispappíra evru-svæðisins.
Lág ávöxtun ríkisverðbréfa þýðir hræbilleg fjármögnun skulda ríkissjóða, sem ætti öðru jöfnu að vera allgóð tíðindi fyrir skuldugar evru-þjóðir. En lág ávöxtun ríkispappíra segir aðra sögu; að fjárfestar þora ekki að hætta peningunum sínum í raunhagkerfið. Verðmæti verða ekki til hjá ríkinu heldur í raunhagkerfinu, sem sveltur og stefnir í samdrátt.
Efnahagsstríð við Rússa undir þessum kringumstæðum festir í sessi samdráttinn. Evru-þjóðir bjóða þegnum sínum upp á atvinnuleysi mælt í tugum prósenta og dökkar framtíðarhorfur. Í spennitreyju evrunnar geta einstakar þjóðir enga björg sér veitt.
Samþykkja víðtækari þvinganir á Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú og Davíð hafa spáð evrunni illu allt frá því hún fyrst varð seðlar og mynt og gengi hennar var 80% af dollar og enn núna þegar hún hefur um langar hríð verið í kringum 135% af dollar.
Í sjálfu sér hefði átt að vera eðlilegt að dollar og evrur héldust yfir lengri tíma í innbirðis jafnvægi en svo hefur alls ekki verið heldur hefur einmitt evran reynst miklu sterkari en dollar og sé litið til Evrópu sjálfrar hefur evran styrkts enn meira gagnvart breska pundinu.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.7.2014 kl. 11:59
Helgi, var verið að skrifa um gengið? Pistillinn var um samdrátt og spennitreyju.
Elle_, 30.7.2014 kl. 12:22
„grefur evrunni dýpri gröf“ Elle. Hvað merkir það það er ekki um styrk evrunnar?
Helgi Jóhann Hauksson, 30.7.2014 kl. 12:36
Og er ekki gengið alltof hátt á þessum draugamiðli, úr því þið samfylkingarmenn viljið alltaf miða við það?
Elle_, 30.7.2014 kl. 12:37
Helgi, þú varst búinn að svara þegar ég setti það síðasta inn, en bendi á fjölda pistla Evrópuvaktarinnar og Vinstrivaktarinnar um þennan miðil og hætturnar af honum.
Elle_, 30.7.2014 kl. 12:39
Nei, ekki búinn að svara.
Elle_, 30.7.2014 kl. 12:40
Elle mælanlegur raunveruleiki gjaldmiðla er gengi þeirra og þó töf geti verið á að mælingin komi fram þá hefur bæði Evrópuvaktin og Vinstrivaktin og allir þessir ESB-heimsendaspámenn spáð Evrunni hruni frá fyrstu tíð — sem er í hrópandi ósamræmi við prófanlegan raunveruleikann. Það er ekki flóknara en það. ESB-heimsendaspámenn er ekkert öðruvísi en aðrir heimsendaspámenn í þúsund og þúsund ár. Spár þeirra rætast ekki — þó allir viti líka að einhvenrtíman mun þó koma að því allt eins og klukka sem er stopp verður rétt á einhverjum augnablikum tilverunnar.
Helgi Jóhann Hauksson, 30.7.2014 kl. 13:24
Helgi, ein aðalrök ESB-sinna eru akkúrat heimsendaspá. Fyrir fullveldi okkar og gjaldmiðil. Helgi, við þurfum ekki yfirráð og yfirtöku Brusselveldisins. Vísa enn í fróðari menn um efnahagsmál en þeir hafa oft skrifað um hættuna af evrunni fyrir minni evruríkin.
Elle_, 30.7.2014 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.