Sunnudagur, 27. júlí 2014
Rússar og Kínverjar seilast til áhrifa á Íslandi
Eftir að Bandaríkin hættu rekstri herstöðvarinnar á Miðnesheiði árið 2006 settu bæði Rússar og Kínverjar sér það langtímamarkmið að koma ár sinni fyrir borð á Íslandi.
Stefið um vaxtandi áhuga risaþjóðanna í austri er rökstutt með nokkrum dæmum í frétt á breitbart.com.
Hagsmunir Íslendinga eru að vera ekki undir hælnum á neinni stórþjóð. Við getum lítið gert til að auka eða veikja áhuga stórþjóða á okkur enda landapólitík þeirra undir lögmálum sem smáþjóðir stjórna ekki.
Á hinn bóginn getum við með samvinnu við nágrannaþjóðir okkar, einkum Grænlendinga og Færeyinga, en líka Norðmenn og Skota/Breta, bætt stöðu okkar gagnvart ásælni stórþjóða. En utanríkisþjónusta lýðveldisins má þá ekki haga sér eins og undanfarin ár - slefandi yfir kokteilboðum í Brussel.
Athugasemdir
Rússar & kínvverjar mega ekki eignast nein lönd eða fyrirtæki hér í framtíðinni en það ætti að vera allt í lagi að eiga í samstarfi við EVRÓPSKAR þjóðir.
Jón Þórhallsson, 27.7.2014 kl. 16:40
Sæll Páll - sem og gestir þínir aðrir !
Jón Þórhallsson !
Fremur - virðist mér þú vera illa upplýstur / um staðsetningu landa og þjóða á Hnattlíkaninu - ágæti drengur.
Rússar ERU Evrópuþjóð: sem og Asíuþjóð (austan Úralfjalla) - og voru meira að segja Norður- Ameríkuþjóð um tíma: unz Alexander II. Keisari seldi Bandaríkjamönnum Alaska árið 1867 - Jón minn.
Aðeins - að kynna sér söguna betur / ágæti drengur.
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 17:15
Ætli að ég hafi ekki hérna meira átt við aukið samstarf við lönd innan ESB;
frekar en að styrkja hernaðarbrölt sovétríkjanna með auknum vöruviðskiptum.
Jón Þórhallsson, 27.7.2014 kl. 17:57
Sælir - á ný !
Jón !
Jah - ég veit eiginlega ekki / hvar þú ert staddur í hinni raunverulegu vitundar flóru þinni.
Sovétríkin - liðuðust loks (GÓÐU HEILLI) í sundur 1991 / og þó fyrr hefði verið.
Þess vegna - tjóar þig lítt: að reyna að hengja = merkið milli Rússlands samtímans - frekar en gamla bölvaða Sovétsins - ágæti drengur.
Og - endilega:: hættu svo að einblína á ESB leppríkja flóru Obama´s - þegar þú veist um tugi annarra kosta / eins og Kanada - Mið og Suður- Ameríkuríkja sem og annarra Asíu ríkja auk Ástralíu og nágrnnis Jón minn.
Víkkaðu ögn - sjóndeildarhringinn.
Reyndu - alla vegana.
Með ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri og áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 18:08
Vill Jón þá styðja hernaðarbrölt Brusselvaldisins frekar? Það vil ég ekki. Það er líka allt í lagi að vera í samstarfi við Rússland ekki síður.
Elle_, 27.7.2014 kl. 19:13
Komið þið sæl - á ný !
Elle !
Ágætlega ígrunduð - þín niðurstaða / sem hugleiðing fornvin kona góð.
Jón pilturinn - hlýtur að koma með viðhlítandi andsvör við þessu - sem öðru áður.
Sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 20:29
Rétt er það Páll, við megum fyrir engan mun vera undir hælnum á ehv.stórþjóð. Við getum auðvitað ekki leynt einstökum náttúruþokka Fjallkonunnar,né því að við aðstendendur hennar erum illa stödd peningalega.--Það er líklega ráð að þykjast vera í sambandi,og halda þeim slefandi frá völdum.
Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2014 kl. 03:09
Ég er sammála Páli um að við þurfum að halda vöku okkar gagnvart rússum og kínverjum; en eru þeir í Brussel með eitthvert hernaðarbrölt/ógnir að óþörfu?
Jón Þórhallsson, 28.7.2014 kl. 09:31
Jón, ég var sammála fyrstu línunni þinni efst að ofan, en þá varðstu að bæta Brusselvaldinu inní. Við eigum ekkert að hleypa neinum þeirra inn í landið þó við gætum verið í samvinnu. Við verðum líka að loka hinni svokölluðu Evrópustofu og þó löngu fyrr hefði verið. Þú skrifar aldrei eins og þú viljir það.
Elle_, 28.7.2014 kl. 12:01
Komið þið sæl - sem oftar !
Jón Þórhallsson !
''en eru þeir í Brussel með eitthvert hernaðarbrölt/ógnir að óþörfu ?'' skrifar þú - eins og Hani út úr hól.
Afghanistan/Pakistan styrjaldarreksturinn - Íraks - Sýrlands og Úkraínu átökin eru undir yfirstjórn Pentagon/NATÓ: með FULLRI þátttöku margra ESB ríkjannna.
Spilaðu þig ekki meiri kjána - en þú raunverulega ert: Jón minn.
Það hlýtur að finnast - einhver greindar týra / í kollinum á þér ágæti drengur - mögulega.
Með sömu kveðjum - sem síðustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.7.2014 kl. 12:26
Við eigum að eiga sem fjölbreyttust viðskipti við sem flestar þjóðir.
Alveg sama hvernig þær eru til augnanna. Auðvitað með eðlilegum fyrirvörum.
Hættum þessu búralega hræðslukjaftæði um að "þessi" þjóð sé hættulegri í viðskiptum en önnur.
Nú ef svo reynist þá tökum við á því. Ég mynni á að við erum sjálfstæð þjóð. (Ennþá)
Við höfum átt alveg ágæt viðskipti við Rússa í gegnum árin og það sem af er hefur Kína
verið til fyrirmyndar.(Allvega ekkert síðri en aðrir.)
Við eigum að hafa okkar reglur um landakaup og önnur viðkvæm mál og í hjarta mínu sé ég ekki af hverju íbúar ESB mega allt en aðrir ekki.
Snorri Hansson, 29.7.2014 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.