Laugardagur, 26. júlí 2014
Valdspeki Hamas
Hamas-samtökin á Gaza vilja ekki frið við Ísrael sökum þess að friður grefur undan samtökunum. Tilvist Hamas byggir á þeirri valdspeki að stríð við Ísrael viðheldur yfirvaldi Hamas í Gaza. Hamas fær ekki þrifist án ófriðar.
Yfirvegaðir og velviljaðir álitsgjafar, t.d. Daniel Hannan og Maurice Ostroff, vekja athygli á því að Gaza gæti verið velmegunarsamfélag. Þegar Ísraelar yfirgáfu Gaza fyrir bráðum áratug voru allar forsendur til að búa þegnum Gaza betri lífskjör. Landamærin voru opin og iðnaður, verslun og viðskipti á milli Ísraels, Gaza, vesturbakkans og Egyptalands voru í allra þágu - nema þeirra sem kunna helst vopnaskak og hryðjuverk.
Eftir valdatöku Hamas varð Gaza að eylandi hryðjuverkasamtakanna. Sænski blaðamaðurinn Anders Ehnmark skrifaði fyrir bráðum þrjátíu árum bók um samtök eins og Hamas, sem komast illa og jafnvel aldrei úr stríðsham yfir í það að starfa sem lýðræðislegt yfirvald. Bókin Leyndardómar valdsins, ritgerð um Machiavelli er sennilega ekki til á arabísku.
Athugasemdir
Of margir Hamas milljónamæringar hafa hagsmuni af því að straumur af rakettupeningar berist áfram til landsins frá fáráðlingum á Íslandi og öðrum Evrópulöndum. http://www.israelnationalnews.com/News/News.aspx/178715#.U9QqfbGNwXk
Eggert Sigurbergsson, 26.7.2014 kl. 22:27
Fyllilega sammála þessu ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.7.2014 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.