Ólafur helgi, Magnús blindi og ofbeldisarfurinn

Norsk umræða um hvers konar maður Ólafur konungur Haraldsson var rataði inn blogg Egils Helgasonar. Norðmenn eru uppteknir af Ólafi, sem fékk viðurnefnið helgi eftir Stiklastaðaorustu, enda talinn ljúka því verki sem Haraldur hárfagri hóf þúsaldarfjórðungi áður, að sameina Noreg.

Ómaklegt er að gera Ólaf að sérstökum sakamanni þegar kemur að ofbeldi og pyntingum. Hann var varla hótinu verri en aðrir. Magnús blindi Sigurðsson varð konungur í Noregi hundrað árum eftir fall Ólafs. Hann deildi konungdómi með frænda sínum Haraldi gilla. Þeir stríddu um Noregsríki og komst Magnús undir yfirvald Haralds eftir orustu. Segir í Heimskringlu

Haraldur konungur átti þá stefnur við ráðuneyti sitt og beiddi þá ráðagerðar með sér. Og að lyktum þeirrar stefnu fengust þeir úrskurðir að taka Magnús svo frá ríki að hann mætti eigi kallast konungur þaðan í frá. Var hann þá seldur í hendur konungsþrælum en þeir veittu honum meiðslur, stungu út augu hans og hjuggu af annan fót en síðast var hann geltur.

Ekki fallegar aðfarir. Geltum, einfættum og blindum tókst Magnúsi blinda þó að verða konungur enn um stund áður en hann féll í orustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á Stiklastað er stór stytta af Ólafi konungi með biblíu í annarri hendi og sverð í hinni. Hún segir mikla sögu.

Ómar Ragnarsson, 26.7.2014 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband