Miðvikudagur, 23. júlí 2014
Uppgjöf Íslands; fyrst ESB, núna Noregur
Vanmetakindur þjóðarinnar gefast unnvörpum upp á ESB-umsókninni. Í stað þess að flytja fullveldið til Brussel er komin hreyfing að sækja um aðild að Noregi.
Gunnar Smári Egilsson er höfundur hreyfingarinnar og fær stuðning frá vinstrisinnuðum álitsgjöfum eins og Agli Helga.
Gunnar Smári var hægri hönd Jóns Ásgeirs og réð fyrir fjölmiðladeild Baugsveldisins á tíma útrásar. Gunnar Smári reyndi fyrir sér með prentsmiðjurekstur í Bretlandi og blaðaútgáfu í Danmörku og reið ekki feitum hesti þaðan. Áður en veruleikinn greip í taumana var Smárinn með áætlun um að sigra Bandaríkin með ókeypis Fréttablaði. Hann varð aðstoðar borgarstjóra í nokkra daga - en þá hrundi meirihlutinn.
Gunnar Smári er sem sagt rétti maðurinn til að leiða vanmetakindur þjóðarinnar til fyrirheitna landsins.
Athugasemdir
Einhvers konar Hundadagakomplex þetta hjá Gunnari Smára.
Ragnhildur Kolka, 23.7.2014 kl. 15:41
Ég held að flestir hafi tekið þessari frétt sem léttu gríni. Síðuhafi notar þó hvert tækifæri sem gefst til að níða menn og er fyrir vikið hinn sanni netníðingur.
Baldinn, 23.7.2014 kl. 15:47
Ekki er öll vitleysan eins.
Eyjólfur G Svavarsson, 23.7.2014 kl. 15:47
Af því að ESB sinnar fá ekki Brussel dýrðina þá reyna þeir nú að hnjóða í sjálfsstæði þjóðarinnar og telja okkur trú um að það sé einskis virði við verðum að vera undir aðra kominn og afleggja þetta sjálfsstæði okkar.
Því reyna þeir nú lævíslega að fara svona millileiki til þess að sundra þjóðinni og telja fólki trú um að við verðum að afleggja sjálfsstæðið.
Ekki það að þeim langi svo undir Noreg sem er alls ekki í ESB dýrðinni. Nei en þetta er að þeirra mati millileikur meðan þeir vinna að því öllum árum að tala kjarkinn úr þjóðinni þannig að fólk stökkvi á endanum á fyrirheitna alríkið þeirra !
Gunnlaugur I., 23.7.2014 kl. 15:57
Þetta er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá "vanmetakindunum". Þær treysta sér ekki til þess að komast á stærri jötur af sjálfsdáðum.
Kolbrún Hilmars, 23.7.2014 kl. 16:30
Það er hópur fólks sem ég tel að vilja þjóðinni illt. þeir rægja allt sem íslendst er.
Atvinnuvegirnir eru rægðir, mintina (auðvitað) og eru sífellt að ýja að því að sjálfstæði okkar sé af hinu illa ,allavega okkur til trafala.
Í það minnsta ómerkilegt. Enda séum við ómerkileg.
Snorri Hansson, 24.7.2014 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.