Þriðjudagur, 22. júlí 2014
Árni Páll gerir fjöldamorð að pólitík
Anders Behring Breivik útskýrði fjöldamorðin í Útey með því að honum fannst tilgangslaust að skrifa í blöðin til að gera sig gildandi í umræðunni. Allt normalt fólk veit að Breivik er siðblint vesalmenni sem ekki er hægt að nálgast á neinum forsendum siðaðs samfélags - nema, auðvitað, í gegnum réttarkerfið.
Ekki þó Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar. Árni Páll telur að Breivik hafi stundað pólitík með manndrápum í Útey. Árni Páll skrifar
Við getum ekki gleymt því að Breivik á sér mörg skoðanasystkin, fólk sem deilir þeirri sýn hans að fjölþjóðlegt samfélag feli í sér alvarlega ógn. Fólk sem deilir viðhorfum hans að einhverju leyti er að finna um allt, um allan heim og áreiðanlega líka hér á Íslandi.
Hér talar sem sagt formaður stjórnmálaflokks á Íslandi, sem vill taka upp pólitíska umræðu við siðblindan fjöldamorðingja.
Árni Páll haslar sér stjórnmálavettvang þar sem hann mun standa einn rétt eins og hvert annað viðrini.
Minntust fórnarlamba voðaverkanna í Útey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ummæli formanns Samfylikingar eru þess eðlis að,vart er að hugsa sér að þetta skuli vera þingmaður á Alþingi íslendinga,hvað þá formaður stjórnmálaflokks.Maðurinn er vægast sagt fullur af ranghugmyndum ,hvaðan sem hann fær þær.Nærtækast er að þær séu úr hans eigin hugarheimi.Erfitt er að trúa því að bull hans eigi sér hljómgrunn,jafnvel úr hans eigin flokki.
Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 02:40
Soldánin í Istanbul sem var að nafninu til yfir löndum Islam á þessum tíma yfir norðan verðri Afríku,hafði á þessum tima enga fleytu sem hægt var að sigla á út fyrir Miðjarðarhafið.
Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 03:00
Í Palistínu er Tyrkjum skipulega haldið utan við friðaarviðræður um svæðið,þrátt fyrir að þeir hafi ráðið svæðinu í 900 ár.
Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 03:38
Og æðsti maður rússnesku rétttrúmaðurkirkjunnar er í Istanbul þar sem hann hefur alltaf verið.
Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 03:51
Þetta finnst mér algerlga óskiljanlegt;
Ef hann hefur verið á móti einhverri fjölmenningu;
af hverju ræðst hann þá á ósjálfbarga æsku eigin samlanda; kristið fólk?
Jón Þórhallsson, 23.7.2014 kl. 09:56
"Fólk sem deilir viðhorfum hans að einhverju leyti er að finna um allt, um allan heim og áreiðanlega líka hér á Íslandi."
Ekki er þetta fallega sagt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.7.2014 kl. 11:17
Já, en þetta er nú bara dagsatt.
Ég sá marga hér á moggabloggi viðhafa þvílíkt orðbragð t.d. í umræðum um mosku í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga að mér blöskraði.
Man sérstaklega eftir einum "virtum" bloggara sem talaði um múslima og innflytjendur með mjög óþverralegum hætti, en eftir að lesandi benti á í athugasemdum að orðalag bloggarans minnti hann á orðfæri Anders Breivik sá sig bloggarinn um hönd og eyddi út pistlinum í heild sinni.
Anders Breivik var vissulega sjúkur, en hugmyndaheimur hans spratt ekki upp úr tómi.
Skeggi Skaftason, 23.7.2014 kl. 11:59
Breivik hefur sagt að það versta sem hann geti hugsað sér sé að hann gleymist. Ég vill gjarnan gera honum þann greiða að gleyma honum.
Steinarr Kr. , 23.7.2014 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.