Tyrkjarániđ, hvítur ţrćldómur og rétt sagnfrćđi

Ţann 16. júlí 1627 gerđu múslímskir sjórćningjar frá Alsír strandhögg í Vestmannaeyjum til ađ sćkja ţrćla og lausafé. Atburđurinn fékk nafniđ Tyrkjarániđ enda framinn af ţegnum soldánsins í Tyrklandi.

Alls voru 242 Eyjamenn hnepptir í ţrćldóm. Evrópa var á ţessum tíma í miđju 30 ára stríđi ţar sem mótmćlendur og kaţólikkar murkuđu líftóruna hvor úr hinum. Í sundurţykkri Evrópu áttu múslímar sóknarfćri.

Í bók um herleiđangra múslíma, Christian Slaves, Muslim Masters: White Slavery in the Mediterranean, the Barbary Coast, and Italy, 1500-1800, er leitt ađ ţví líkum ađ um ein milljón Evrópubúa hafi hlotiđ sambćrileg örlög og Eyjamennirnir fyrir tćpum 400 árum. Ţetta er all nokkur tala, t.d. í samanburđi viđ ađ 12 milljónir Afríkubúa voru fluttir sem ţrćlar vestur um haf.

Í ritdómi um bókina segir ađ ein ástćđa fyrir ţví ađ ekki sé talađ hátt um ţrćlahald múslíma á hvítum sé sú hún gangi í berhögg viđ ráđandi sagnfrćđi. Evrópumenn eru skrifađir í söguna sem nýlenduherrar en Afríkumenn ţrćlar. Frásagnir af hvítum ţrćlum undir oki afrískra múslíma rímar ekki viđ ,,rétta sagnfrćđi."

Kynţáttafordómar eru í ýmsum útgáfum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ţeir sem komu ađ" tyrkjaráninu" og frömdu ţađ voru sjórćningar.Ţar voru ekki eingöngu muslimar á ferđ.Evrópumenn skipulögđu rániđ,ţótt salan á fóllkinu fćri fram í Alsír.

Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 02:49

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engar alvöru rannsóknir hafa fariđ fram á "tyrkjaráninu" svokallađa.Eftir ţví sem menn hafa komist nćst, var skipstjórinn hollendingur sem hafđi íslenskan leiđsögumann.

Sigurgeir Jónsson, 23.7.2014 kl. 03:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband