20-júlí samsærið gegn Hitler 70 ára

Eineygur og einarma ofursti í þýska hernum, Claus von Stauffenberg, stóð fyrir tilræði gegn Adolf Hitler á þessum degi fyrir 70 árum. Stauffenberg skildi eftir tösku hlaðna sprengiefni í herráðsherbergi Hitlers í Austur-Prússlandi. Einhver flutti tösku ofurstans á bakvið sveran eikarfót fundarborðs og varð það einræðisherranum sennilega til lífs.

Stauffenberg og félagar hans í samsærinu voru skotnir í portinu á Bendler-Block í Berlín en þar voru höfuðstöðvar hersins. Bendler-Block stendur enn enda varð byggingin ekki fyrir skaða í styrjöldinni. Forseti Þýskalands hélt minningarræðu um Stauffenberg og 20-júlí samsærismennina. Hann sagði þýska herinn standa í ævarandi þakkarskuld við þá sem gripu til vopna gegn órétti nasismans.

Sonur Stauffenberg, Berthold, var tíu ára þegar þegar faðir hans reyndi að drepa Hitler. Berthold gerðist líkt og faðir sinn atvinnuhermaður. Í tilefni af tilræðinu ræðir BBC við son bæklaða ofurstans sem freistaði þess að binda endi á þriðja ríki Hitlers tæpu ári áður en það féll fyrir óvinaherjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband