20-jślķ samsęriš gegn Hitler 70 įra

Eineygur og einarma ofursti ķ žżska hernum, Claus von Stauffenberg, stóš fyrir tilręši gegn Adolf Hitler į žessum degi fyrir 70 įrum. Stauffenberg skildi eftir tösku hlašna sprengiefni ķ herrįšsherbergi Hitlers ķ Austur-Prśsslandi. Einhver flutti tösku ofurstans į bakviš sveran eikarfót fundarboršs og varš žaš einręšisherranum sennilega til lķfs.

Stauffenberg og félagar hans ķ samsęrinu voru skotnir ķ portinu į Bendler-Block ķ Berlķn en žar voru höfušstöšvar hersins. Bendler-Block stendur enn enda varš byggingin ekki fyrir skaša ķ styrjöldinni. Forseti Žżskalands hélt minningarręšu um Stauffenberg og 20-jślķ samsęrismennina. Hann sagši žżska herinn standa ķ ęvarandi žakkarskuld viš žį sem gripu til vopna gegn órétti nasismans.

Sonur Stauffenberg, Berthold, var tķu įra žegar žegar fašir hans reyndi aš drepa Hitler. Berthold geršist lķkt og fašir sinn atvinnuhermašur. Ķ tilefni af tilręšinu ręšir BBC viš son bęklaša ofurstans sem freistaši žess aš binda endi į žrišja rķki Hitlers tępu įri įšur en žaš féll fyrir óvinaherjum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband