Kristnir ljúga, bænalaus fer til helvítis - um fordóma

Kristnir ljúga, konum sem veita eiginmönnum sínum ekki kynmök verður refsað, ef maður fer ekki með bænirnar sínar þá lendir maður í helvíti.

Ofanritað er á meðal þess sem grunnskólabörnum í næst stærstu borg Bretlands, Birmingham, var kennt í skólum sem múslímskir harðlínumenn yfirtóku. Í stað almennrar menntunar komu trúarkreddur um að konur ættu að klæðast kufli og hár þeirra ekki sjást á almannafæri.

Menntamálaráðuneyti Breta gerði rannsókn á tilraun múslímskra harðlínuafla að yfirtaka grunnskólakerfið í Birmingham. Alls voru 13 skólar taldir undir andlegri leiðsögn múslímsku öfgamannanna, segir í Telegraph, sem birti helstu niðurstöður rannsóknarinnar.

Hvers vegna gripu menntayfirvöld í Birmingham ekki í taumana og komu í veg fyrir uppgang öfgaliðsins í grunnskólum? Afsökun borgaryfirvalda er afhjúpandi:

Við óttuðumst að vera ásökuð um kynþáttafordóma.

Hræðsla yfirvalda við ásökun um kynáttafordóma varð til þess að öfgamennirnir réðu ferðinni í starfsemi grunnskólanna. 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Og á Íslandi virðist vera fullt af bláeygum aulum sem eru að falla í sömu gryfju.

Þórir Kjartansson, 19.7.2014 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Endurskoðun á stöðu Þjóðkirkjunnar er óhjákvæmileg eftir að afstaða yfirstjórnar kirkjunnar liggur fyrir, sem hefur gerst eftir að biskup hefur afhjúpað skoðanir sínar gagnvart fólki sem hafði ekki gert annað en að benda á staðreyndir varðandi ólöglegan gjafagerning á lóð og lagasetningar í Svíþjóð verðandi bann við nauðungarhjónaböndum.Biskupinn leggur nú til að byggt verði hús þar sem hún og forstöðumenn muslima á Íslandi geti legið saman á bæn til Allah og Javhe, sem er  víst sami guðinn að mati "Guðfræðinga" frá Háskóla Íslands.Líka leggur hún til að gyðingar verði með þeim á sænginni,hvernig hún ætlar að fá þá til að taka þátt í slíku hefur hún ekki sagt.Þetta er slíkt rugl að best er að leggja þjóðkirkjuna niður hið snarasta.Sóknargjöldin eru líka barn síns tíma.

Sigurgeir Jónsson, 19.7.2014 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband