Föstudagur, 18. júlí 2014
Moskumálið og pólitísk vankunnátta
,,Moskumálið" svokallaða í kosningabaráttunni til borgarstjórnar Reykjavíkur vorið 2014 er með tvær skýrt aðgreindar hliðar.
Önnur hliðin snýst um það hversu heppilegt sé að framandi trúarsöfnuður fái lóð undir tilbeiðsluhús í þjóðbraut. Moska í Sogamýri með níu metra háum bænaturni yrði eitt af kennileitum höfuðborgar Íslands og gæfi alranga mynd af menningu okkar og siðum. Umræða á þessum forsendum er algerlega lögmæt og snýst ekki um fordóma gagnvart trú eða uppruna fólks.
Hin hliðin á moskumálinu lýtur að pólitískri umræðuvenju. Það þjónaði hagsmunum Samfylkingar og vinstrimanna að setja ummæli forystumanns Framsóknarflokksins um afturköllun lóðaloforðs til félags múslíma sem fordóma gagnvart trúarhópi. En það var á hinn bóginn meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins sem hafði dregið lappirnar við að úthluta með formlegum hætti umræddri lóð til múslíma. Ef útspil oddvita Framsóknarflokksins var merki um fordóma þá hlýtur dráttur á úthlutun lóðarinn til safnaðar múslíma að vera það líka. Og ekki eru múslímar enn búnir að fá lóðina.
Fjölmiðlar elta netumræðuna og stukku strax á það sjónarhorn vinstrimanna um að Framsóknarflokkurinn væri á móti múslímum og stundaði kynþáttafordóma. Fyrir utan hefðbundna hneigð fjölmiðla til vinstrislagsíðu var fordómasjónarhornið fjörugri fréttir en skipulagssjónarhornið. Þegar val fjölmiðla stendur á milli þess fjöruga og hins hversdagslega er fyrri kosturinn ávallt tekinn.
Tilgangur vinstrimanna með ásökunum um fordóma var vitanlega að fæla fylgi frá Framsóknarflokknum. Eins og stundum þegar hátt er reitt til höggs mistekst atlagan. Moskumálið jók fylgi Framsóknarflokksins.
Til að taka þátt í stjórnmálum af einhverri alvöru þarf að skilja pólitíska umræðu og samspilið við fjölmiðla. Þorsteinn Magnússon skilur ekki hvernig kaupin gerast á fjölmiðlaeyrinni. Hann skrifar um úrsögn sína úr Framsóknarflokknum
Umræðan sem framboðið efndi til var að mínu mati tilefnislaus, meiðandi í garð múslima og til þess fallin að ýta undir fordóma og mismunun. [...] Formaður og flest annað lykilfólk í forystu Framsóknarflokksins lét hjá líða að gera opinberlega athugasemdir við framgöngu framboðsins í Reykjavík meðan á kosningabaráttunni stóð.
Framsóknarflokkurinn efndi ekki til umræðu um fordóma - heldur andstæðingar flokksins. Fjölmiðlar endurvörpuðu þeirri umræðu. Ef forystufólk flokksins á landsvísu hefði farið að ráðum Þorsteins og tekið undir ásakanir vinstrimanna væru framsóknarmenn að grafa sína gröf. En til þess var gildran spennt af hálfu vinstrimanna.
Þorsteinn Magnússon er ekki vel skynugur á pólitík. Þegar hann tilkynnti framboð sitt í 2. til 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík kynnti hann sig sem ,,frjálslyndan miðjumann" og fékk óðara á sig stimpil að vera ESB-sinni. Þorsteinn varð að senda frá sér leiðréttingu sem hann hefði ekki þurft að gera ef hann kynni undirstöðuhugtök stjórnmálaumræðunnar annars vegar og hins vegar hefði haft rænu á að taka fram afstöðu sína til helsta deilumáls samtímastjórnmálanna, - afstöðuna til aðildar að ESB.
Þorsteinn gerir vel í því að draga sig úr pólitísku starfi. Hann og stjórnmál eiga ekki vel saman.
Hættir í Framsókn vegna moskumáls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þessari greiningu þinni kæri Páll.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 18.7.2014 kl. 17:52
Þorsteinn Magnússon atti ekkert og á ekkert heima i Framsóknarflokknum, hann mundi sóma sér vel i Samfyllkinguni eða Vinstri Grænum.
Eg ætla að vona að karl greið hætti i pólitík og fari bara að vinna i fiskverkunarhúsi.
Kveðja
Jóhann Kristinsson, 18.7.2014 kl. 22:16
Andmæli þingflokksformanns Framsóknar, fyrrverandi formanns hans, utanríkisráðherra og fleiri við málflutningi oddvita listans í Reykjavík komu strax fram í þessu máli og enn berst frétt af úrsögn úr flokknum, í þetta skipti varaþingmanns.
En auðvitað bera vinstri menn alla ábyrgð á því.
Ómar Ragnarsson, 18.7.2014 kl. 23:11
Ekki VG. en Samfylking vill að allir aðrir en Íslendingar fái að halda sérstöðu sinni. Menn eru bara að tinast til síns heima,líkt og síðustu alþingiskosningar sýndu ótvírætt,einhverjir ráðvilltir hafa þá ekki ratað fyrr heim.
Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2014 kl. 01:08
Tek hér undir með Predikaranum og Helgu.
Ummæli Ómars vísa aðeins til þess hvað Framsóknar flokkurinn er óstöðugur, en það eru nú reyndar flestir vinstriflokkar og Sjálfstæðisflokkurinn líka nú um mundir, eða þangað til vinstri mennirnir úr honum hafa stofnað sinn Evrópuflokk.
Ég held Jóhann, að kaffi uppá helling hjá fiskistofu væri hentugra verkefni fyrir karlinn, því ekki er ég vissum að hann gæti bútað þorska svo sem passaði, en það verður að vera áður en hún flytur.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.7.2014 kl. 08:56
Umræðunni um muslima var ekki komið af stað Framsóknarflokknum.Fréttamaður rúvvsins kom henni af stað með spurningum til Sveinbjargar, núverandi borgarfulltrúa.Andstæðingar Framsóknarflokksins íöllum flokkum gripu svör hennar á lofti og héldu að með því gætu þeir aukið fylgi flokka sinna.Fólk innan Framsóknarflokksins fékk í brækurnar sumt hvert, af hræðslu við að flokkurinn myndi skaðast á svörum Sveinbjargar, sem voru ekki önnur en þau að úthlutun lóðar í Sogamýri stæðist ekki lög.Nú hefur sumt af þessu fólki innan Framsóknarflokksins ekki viljað sætta sig við að aumingjagangur þeirra var ástæðulaus, og grípur til þess að segja sig úr Framsóknarflokknum og heldur að það sé að bjarga mannorði sínu, eftir að rugl þeirra er flestum Framsóknarmönnum ljóst. En að gefa það í skyn að það sé stuðningur við jafnrétti og mannréttindi í heiminum að styðja Islam er vafa samt,þótt ekki sé meira sagt.
Sigurgeir Jónsson, 19.7.2014 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.