Fullveldi fórnað fyrir öryggi

Sumir Pólverjar vilja fórna efnahagslegu og pólitísku fullveldi, með því að taka upp evru og gangast inn á aukna miðstýrinu frá Brussel, til að bæta öryggishagsmuni sína gagnvart Rússlandi.

Rússar og Þjóðverjar eru fornir fjendur Póllands, skiptu landinu á milli sín síðast í upphafi seinna stríðs. Pólverjar telja huggulegri vist í þýskættuðu ESB en undir hrammi Rússa.

Það á hins vegar eftir að koma á daginn hvort efnahagsleg sjálfsmorðsvél evrunnar bjóði upp á það öryggi sem Pólverjar sækjast eftir. 


mbl.is Telja öryggi fylgja evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

ESB herir eru aðeins brúklegir til skrifstofustarfa. Aðeins Bretar og Frakkar hafa a að skipa herjum sem standa undir nafni. NATO er því betri kostur en evran.

Ragnhildur Kolka, 5.7.2014 kl. 12:04

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ragnhildur, Pólland er nú þegar í NATO.

Wilhelm Emilsson, 5.7.2014 kl. 19:26

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Wilhelm, ekki hef ég mótmælt því?

Ragnhildur Kolka, 5.7.2014 kl. 22:28

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ah, ég skil. Af því að þú talaðir um kosti, hélt ég að þú værir að tala um að það væri betra fyrir Póland að ganga Í NATO en að taka upp evró. En nú veit ég að þú meintir þetta ekki þannig.

Wilhelm Emilsson, 5.7.2014 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband