Fimmtudagur, 3. júlí 2014
Lífeyrissjóðir fyrir og eftir hrun
Lífeyrissjóðir voru leiksoppar auðmanna fyrir hrun. Sjóðirnir töpuðu milljörðum króna í glórulausar fjárfestingar. Framkvæmdastjórar og yfirmenn í sumum lífeyrissjóðum þáðu ýmis fríðindi frá auðmönnum s.s. ferðir á knattspyrnuleiki á Englandi.
Eftir hrun var engin hreinsun í lífeyrissjóðunum, skrifuð var skýrsla og eitthvað föndrað við reglur um að mútur væru ekki við hæfi. Að öðru leyti var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Lífeyrissjóðirnir eru nánast með ótakmarkaða getu til að tapa fé. Innstreymið í sjóðina er gerist sjálfkrafa, launþegar eru skuldbundnir að setja hluta launa sinna í hítina. Sjóðirnir lagfæra bókhaldið sitt með því að lækka réttindi félagsmanna sinna og munu, ef í harðbakkann slær, hækka lífeyristökualdurinn.
Í ljósi reynslunnar af sukksemi lífeyrissjóðanna á tímum útrásar er full ástæða til að efast um skynsemi þess að lífeyrissjóðirnir verði ráðandi á hlutabréfamarkaði.
Fjórir stærstu virkir hluthafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.