Goðsögnin um dýrt húsnæði kveðin í kútinn

Drjúgt af vælufóðri vinstrimanna er að húsnæðiskostnaður hér á landi sé allt lifandi að drepa, einkum ungt fólk. Vaxtavælið er nátengt goðsögninni um dýrt húsnæði.

Nú liggur það fyrir að húsnæðiskostnaður sem hlutfall af ráðstöfunartekjum er næstlægst hér af landi af Norðurlöndum og nærri evrópsku meðaltali.

Þegar búið er að taka húsnæðisvælufóðrið af vinstrimönnum verður spennandi að vita hverju þeir taka næst að kjamsa á til að hallmæla íslensku samfélagi.


mbl.is Húsnæðiskostnaður ekki hár hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það vantar nú kanski aðeins meiri upplýsingar þarna.

Er rafmagn, hiti og fasteignagjöld tekin með í reikninginn?

Er tekið tillit til eignamyndunar við afborganir af lánum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.7.2014 kl. 14:01

2 Smámynd: Einar Karl

Ég hélt að það hefði ekki síst verið Framsóknarflokkurinn sem hefði gert út á að fólk hér greiddi of mikið fyrir sitt húsnæði. Svo mjög að flokkurinn stendur nú fyrir því að millifæra 80 milljarða úr ríkissjóði til (sumra) húsnæðiseigenda.

Einar Karl, 2.7.2014 kl. 14:16

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Framsókn og sjallar. Hægri menn sem Páll er að skrifa fyrir á launum.

Þeir sungu þennan söng í samfelllt 4 ár. Lugu sig síðan að stjórnvölunum undir því yfirskyni að þeir ætluðu að skaffa 800 milljarða frá vondum útlendingum.

Þegar að kjötkötlunum var komið, þá flettu þeir af sér grímunni, ógnarhratt, lúbörðu almúgann og afléttu öllum álögum á elítuna, líú-elítuna sem öðrum elítum og stóreignamönnum, réðust síðan með ofbeldi á sameiginlega sjóði landsmanna og ætla að ausa úr þeim um 100 milljörðum til aðallega vel stæðra eignamanna.

Svona liggja nú staðreyndirnar.

Í framhaldi munu svo framsjallar koma í veg fyrir að hinir verr stæðu geti eignast þak yfir höfuðið.

Eigi er eg hissa á að fjöldi fólks hafist við í áfallarmiðstöðvum vegna framferðir framsjalla. Svo mikið er víst. Zeró hissa. Slíkt er óhugnarframferðið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2014 kl. 14:37

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar Karl, þú virðist vera að misskilja eitthvað varðandi Framsókn og Leiðréttinguna.

Niðurfærsla sú sem þú vísar til um 80 milljarða og kennir við Framsóknarflokkinn, hefur ekkert með það að gera hvort húsnæði sé of dýrt eða viðráðanlegt.

Hún hefur hinsvegar allt að gera með það að lánsfjárkostnaður neytenda hér á landi sé allt of hár og að fyrir honum hafi orðið forsendubrestur.

Þetta eru þau rök sem færð hafa verið fyrir þeirri aðgerð, af þeim sem fyrir henni standa. Þetta eru ekki mín rök heldur þeirra, svo það sé á hreinu, og ég er enginn málsvari Framsóknarflokksins.

Mínar eigin hugmyndir liggja á dálítið öðrum slóðum og eru allt öðruvísi rökstuddar, bara svo að það fari ekki á milli mála.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2014 kl. 15:44

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Í bréfi Víglundar Þorsteinssonar sturr með gögnum ú Fjármálaeftirlitinu ser sýnt fram á að stjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans var erlendu kröfuhöfunum gefnir yfir 400.000.000.000 kr. umfram það sem annars er fleira þeim gefið vegna beinna fyrirskipana frá ríkisstjórninni :

„Þegar þessir úrskurðir eru virtir og horft til þeirrar vinnu sem fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, setti af stað um samninga við erlendu kröfuhafana svo og þeir samningar sem hann gerði við þá í framhaldi af vinnu hinnar sérstöku stýrinefndar og það sem í kjölfarið fylgdi í öllum þremur bönkunum - aðgerðirnar við að breyta niðurstöðum þessara stofnúrskurða til ábata fyrir erlendu kröfuhafana - fer ekki á milli mála að upp vakna sterkar og rökstuddar grunsemdir um að sú vinna hafi verið eitt stórfellt samræmt atferli fjársvika og misneytingar.

Unnið af fleiri einstaklingum á sviði stjórnsýslunnar og á vettvangi bankamanna fyrir frumkvæði ráðherra í ríkisstjórninni sálugu 2009 til 2013 en nokkurn hefði getað órað fyrir.

Umfang þessarar vinnu/svika/misneytingar er orðið slíkt að hún hefur fært hinum erlendu kröfuhöfum allt að 400 milljarða í ábata umfram neyðarlögin og úrskurði FME.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.7.2014 kl. 15:45

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er meira sem varðar gögn úr Fjármálaeftirlitinu:

Fjármálaeftirlitið afturkalli starfsleyfi Lýsingar

Guðmundur Ásgeirsson, 4.7.2014 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband