Miðvikudagur, 2. júlí 2014
Kynjafræði er pólitík byggð á hindurvitnum
Kynjafræði er pólitík sem byggir á aðgreiningu kynjanna þar fyrirfram er skilgreint að karlkynið er vont en kvenkynið gott. Þessi aðgreiningarstefna gengur undir nafninu femínismi. Eva Hauksdóttir rýnir í ,,fræðaheim" femínismans og skrifar
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem fylgst hefur með kynjaumræðu síðustu ára að meðal feminista er sú skoðun ríkjandi að konur séu í veikari stöðu en karlmenn í nær öllum aðstæðum og því stöðugt í hættu á að verða fyrir kúgun eða ofbeldi. Þetta viðhorf er einnig áberandi í feminískum rannsóknum. Starf kynjafræðinga og annarra feminískra fræðimanna við Háskóla Íslands er hápólitískt; það snýst ekki um þekkingarleit heldur um að staðfesta þessar hugmyndir.
Hversdagsleg reynsla segir að fólk er ekki gott eða vont eftir kyni heldur af hegðun og innræti. Hvernig í veröldinni jafnvitlaus fræðigrein og kynjafræði kemst á koppinn með opinberum fjármunum er eiginlega óskiljanlegt.
Athugasemdir
Það hefur ekki þurft kynjarannsóknir til að sýna fram á að notkun íþróttamanna á karlhormónum til að auka afl þeirra og vöðvamassa hefur líka aukið árásar- og ofbeldisgirni sumra þeirra. Þarna er um að ræða dæmi um samband líkamlegra og andlegra atriða.
Í gegnum íþróttafréttamannsstarfið á sínum tíma sá ég glögg dæmi um þetta.
Þetta segir að sjálfsögðu ekkert um andlegt upplegg þeirra að öðru leyti, heldur einungis það að sumar líkamlegar aðstæður geta haft áhrif á persónuleika, samanber áhrif sumra heilaskemmda á þá, sem fyrir þeim verða.
Ómar Ragnarsson, 2.7.2014 kl. 11:42
Ég tek að vissuleyti undir með Evu. En er ekki alveg jafn róttæk og hún. En þessi aumingjagæska kvenna fer óneitanlega í taugarnar á mér, þetta er að mörgu leyti þeim sjálfum að kenna, því þær eru ekki jafn kröfuharðar og karlmenn, karlar heimta meira og fá þess vegna meira. Það er svo sem engin kostur í þeirra fari, en þær konur sem hafa þennan eiginleika komast vel áfram sem sýnir að sú kenning er rétt.
Um leið og kona verður ákveðin þá fara karlar gjarnan á taugum. Þetta er eitthvað sem ef til vill ætti að ræða á öðrum nótum en hjá feministum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2014 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.