Vinstrimenn brjálaðir út í betri hag heimilanna

Vinstrimenn eru brjálaðir út í fulla atvinnu, lágt atvinnuleysi og hagvöxt. Vinstrimenn telja ekki ástæðu til að fagna batnandi hag heimilanna.

Nei, þegar allar kennitölur íslenska hagkerfisins eru betri en flestra annarra ríkja, og miklu betri en í Evrópusambandinu, þá er herútboðið hjá vinstrimönnum enn það sama: verum brjáluð, skrifar Margrét Tryggvadóttir fyrrum þingmaður í málgagnið og telur Ísland óalandi og óferjandi.

Og hver er ástæða brjálæðisins og heimsósómaskrifanna?

Jú, neysluviðmið.

Íslenskum vinstrimönnum líður ekki vel nema allt sé í kalda koli. Einmitt þess vegna eigum við ekki fyrir nokkra muni að hleypa þeim í stjórnarráðið.


mbl.is Eignastaða batnar með hækkandi verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeim tókst að vinna eins illa úr hruninu og mögulegt var og auðvitað eru þeir óánægðir með það að núverandi stjórnvöldum er aðeins að takast að leysa úr flækjunni eftir þá........

Jóhann Elíasson, 30.6.2014 kl. 16:54

2 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Páll !

Enginn - er ég nú vinstri maðurinn / eins og þér og öðrum flestum hér á Mbl.vefnum ætti nú að vera kunnugt en...... Sigmundur Davíð og Bjarni eru SÖMU skítseyðin - og Jóhanna og Steingrímur voru á sinni tíð - OG EKKERT ER AÐ FÆRAST TIL BETRI VEGAR HEIMILANNA:: þrátt fyrir vel meint - en INNIHALDSLAUST orðagjálfur þitt þar um - Páll minn.

Hvar í Andskotanum - hefir þú annarrs dvalið undanfarin ár og misseri - síðuhafi góður ?

Himinhækkandi fasteignagjöld á leiðinni - Djöfuls Bifreiða gjöldin (áttu að vera AFNUMIN 1990 - var okkur lofað á sínum tíma)að sliga annan hvern mann + síhækkandi Olíu- og Benzínverð !!!

Þarf ég nokkuð - að halda áfram frekari upptalningu Páll minn ???

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.6.2014 kl. 17:23

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki skortir alhæfingarnar hjá félaga Páli..

Jón Ingi Cæsarsson, 30.6.2014 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband