Mánudagur, 30. júní 2014
Hrunið mest pólitískt en minnst efnahagslegt
Okkur birtist hrunið í október 2008 sem gjaldþrot banka og ógn við fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar nokkru síðar - í Icesave-málum. Í kjölfarið varð að stokka upp eignarhald á atvinnulífinu og margur pappírsgróðinn hvarf eins og dögg fyrir sólu á meðan annar myndaðist fyrir tilstilli afskrifta.
Efnahagsleg áhrif hrunsins á almenning voru á hinn bóginn mun minni. Blessuð íslenska krónan, sem vinstrimenn þreytast ekki á að formæla, sá til þess að atvinnuleysi var nálega ekkert, nema í skamma stund eftir hrun, og hagvöxtur tók fljótlega við sér.
Við vorum fljót að jafna okkur efnahagslega eftir hrun. Á hinn bóginn verðum við töluvert lengur að ná nýju pólitísku jafnvægi.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem var hryggstykki stjórnmálanna í áratugi, laskaðist verulega við hrunið. Vinstrimenn töldu sig komna til langtímavalda með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fengu framan í sig blauta tusku kjósenda vorið 2013 sem höfnuðu forsjá þeirra.
Framsóknarflokkurinn er sigurvegari eftirhrunsstjórnmálanna. Enda gerði flokkurinn með rétta afstöðu í öllum stærstu málunum; stóð með krónunni, er á móti ESB-aðild og hafnaði Icesave-lögunum.
Á hinn bóginn er langur vegur að nýtt jafnvægi sé komið á stjórnmálin, eins og sást í sveitarstjórnarkosningum í vor.
Lífsgæðin svipuð og fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Landið fór á hausinn og það þurfti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að bjarga því. Það var ekki flóknara en það.
Wilhelm Emilsson, 30.6.2014 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.