Miðvikudagur, 25. júní 2014
Pólitískur stöðugleiki útilokaður með stjórnarskrá í uppnámi
Stjórnarskráin er grundvallarlög landsins og hornsteinn stjórnskipunar. Með stjórnarskrána í uppnám er ekki hægt að skapa hér forsendur fyrir pólitískum stöðugleika.
Vinstrimenn náðu völdum á Íslandi vorið 2009 í beinu framhaldi af hruni. Þeir ætluðu sér að stokka upp lýðveldið, án þess þó að það lægi fyrir hvernig, nema að fullveldinu átti að koma fyrir í Brussel. Á síðustu metrum Jóhönnustjórnarinnar tókst að koma í veg fyrir atlögu vinstrimanna að stjórnarskránni.
Þjóðin hafnaði leiðsögn vinstrimanna í kosningunum 2013. Hægriflokkarnir í ríkisstjórn ættu að leggja til hliðar allar pælingar um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskrárbreytingar kynda undir pólitískan óstöðugleika þar sem vinstriflokkarnir eru á heimavelli.
Athugasemdir
Ekki er svo að sjá sem stjórnarskrárbreytingar í fjölmörgum löndum Norður-Evrópu síðustu áratugina hafi kynnt undir pólitískan óstöðugleika.
Mesti pólitíski óstöðugleiki hér á landi var á árunum 1978-1983, en á þeim tíma var ekki hróflað við stjórnarskránni.
Ómar Ragnarsson, 25.6.2014 kl. 20:22
Hver er hin brýna þörf til þess að breyta stjórnarskránni ?
Hvernig væri að fá það talið upp iog hvers vegna ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.6.2014 kl. 20:29
Af gildum ástæðum hafa nágrannaþjóðir okkar ýmis ákvæði sem alveg vantar hjá okkur, svo sem um framsal valdheimilda, auðlindir, umhverfismál, beint lýðræði, jafnt vægi atkvæða, upplýsingaskyldu stjórnvalda og gagnsæi svo eitthvað sé nefnt.
Núverandi stjórnarskrá okkar er dönsk að uppruna, grunnurinn frá 1849, og stjórnarskrá okkar og Dana var mjög áþekk fram á sjötta áratug síðustu aldar. Þá töldu Danír ástæðu til að breyta sinni stjórnarskrá og gerðu það.
Það stóð alltaf til að gera það líka hér en ósætti stjórnmálamanna eyðilagði starf hverrar stjórnarskrárnefndarinnar á fætur annarri.
Stjórnarskrá á að vera skýr og rökrétt en okkar stjórnarskrá er það ekki, heldur að miklu leyti óskiljanleg venjulegu fólki.
Þannig fara til dæmis uppundir 30 fyrstu greinarnar í að fjalla um forsetann, að hann geri þetta og hann geri hitt en síðan kemur í ljós að ein greinin veldur því að það þarf sérfræðinga til að skilja þetta rétt.
Ómar Ragnarsson, 25.6.2014 kl. 23:22
Mér finnst sjálfsagt að endurskoða stjórnarskrána og það hefur reyndar verið gert undanfarin ár. Öll þjóðin á að koma að þessu máli og fá að kjósa um breytingar. Það er margt sem mætti skoða. Ómar tilgreinir marga hluti. Ég nefni 62. greinina sem mætti alveg missa sín og eins þingræðislegt stjórnarfar( þingbundina stjórn). Einnig mætti breyta þvi ákvæði að breytingar á stjórnarskránni sjálfri yrðu ekki ákveðnar af þinginu , kosið að nýju og ný stjórn kysi heldur að yrðu kosið beint í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða Alþingiskosningum um þær.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2014 kl. 06:46
Ómar Ragnarsson.
Það er ekkert óskiljanlegt né órökrétt við greinarnar um forseta Íslands. Góð upptalning, en síðan, eins og þú nefnir, kemur ekkert óskiljanlegt ákvæði að forseti framselur vald sitt til framkvæmdavaldsins. Þannig stjórnar forsetinn ekki utanríkismálefnum Íslands, heldur utanríkisráðherra - sem gerir það í umboði frá Alþingi. Því er það ef forseti flytur ræðu á opinberum vettvangi í öðrum löndum, þarf utanríkisráðherra, eða sá í ráðuneytinu sem hann felur það, að yfirfara ræðuna til samþykktar og ganga úr slugga um að hún sé ekki í aðra átt en opinber stefna ríkisstjórnar og Alþingis er hverju sinni. Ekki flókið, síður en svo.
Vissulega má ræða um hvernig skyldi háttað þjóðaratkvæðisgreiðslum. Það er auðvitað ekki hægt að treysta á mjög svo umdeilt ákvæði um undirritun forsetans á samþykkt lög frá Alþingi. Það má ekki vera háð eingöngu duttlungum, eða stjórnmálalegum viðhorfum þess sem situr embættið á hverjum tíma.
Auðlindaákvæðin eru ekki slæm. Þau eru síðan betur skilgreind lögum. Þá er verulega góður mannréttindakafli sem þarfnast vart skýringa og er með því besta sem gerist þó víða væri leitað. Sama má segja um jafnréttisákvæðin.
Jósef Smár.
Ekki kemur á óvart ruglið í þér með 62. grein eina ferðina enn. Þar ruglar þú saman mörgum atriðum eins og þér og þínum er tamt. Leggur saman 2+2+5+9-7 og færð út 15 ! ! !
Allt mjög svo fyrirséð og á sömu bókina lagt. Þú ættir frekar að fagna ákvæðinu, það hefur oðið til þess að íslensk þjóð nýtur ókeypis þjónustu þjóðkirkjunnar sem ekkert annað trúfélag veitir. Og eins og Jay Leno var vanur að segja : do not write a letter ! Jófef, ekki fara að tönnlast á sömu súru heytuggunni og þið eruð vanir um þetta þvert gegn skynsemi og rökum, en það er marg búið að sýna ykkur þetta í lögum, ríkisreikningi og fleira - en eins og gæsin sem vatninu er skvett á, þá blotnið þið aldrei ( lesist : takið ekki rökum ! ) og umlið sömu lygamöntruna aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur aftur og aftur og aftur og aftur aftur og aftur og aftur og aftur aftur og aftur og aftur og aftur ! ! ! Mantran verður ekki sönn þó hún sé umluð endalaust .........
Það verður að segjast að þrautsegja ykkar er ótrúleg þó alltaf fáið þið sannleikann skrifaðann til ykkar á móti, en hlustið ekki á. Allt eins og Brüssel mantran ykkar VÁÁÁÁÁÁÁÁ ! ! ! eins og unglingarnir segja - þvílík þrautseigja - Don Quijote frá La Mancha myndi roðna við hlið asperger líkri þráhyggju ykkar með skrifræðisbáknið í Brüssel sem og þjóðkirkjuna- því miður ekki byggt á raunveruleika, rökum, né lögum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.6.2014 kl. 09:29
Prédikari. Hvað er ég að rugla með 62. greinina? Og hvaða rugl er þetta hjá þér með "Leggur saman 2+2+5+9-7 og færð út 15". Ég fór vandlega yfir athugasemdina og sá ekki að ég hefði verið í neinum reikningskúnstum. Ertu eitthvað veikur í kollinum? Hvaða Ókeypis þjónustu ertu að tala um annars? Finnst þér ekki í lagi að þjóðin fái að ákveða hvort þessi grein eigi að standa en að við misvitru snillingarnir séu að ákveða það fyrir hana? Ertu nokkuð hræddur við lýðræðið?
Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2014 kl. 13:02
"þráhyggju ykkar með skrifræðisbáknið í Brüssel " Ertu að ímynda þér að ég sé ESB sinni. Hvað er eiginlega að gerast í kollinum á þér ? Ertu með mikla verki með þessu? Ég held þú ættir að steinhalda kjafti og vera ekki að tjá þig meira um þetta.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2014 kl. 13:45
Jósef Smári.+
Þú hefur tjáð þig áður um þjóðkirkjumálefnin og þér verið send skilmerkileg svör með vísan í fyrirliggjandi gögn, en þú ekki viljað hlusta. Ég ætla ekki í enn meiri sömu vinnuna tímafreku í þeim efnum því þúvildir ekki taka rökum þar fram að þessu. Sama ávið um að þú hefur verið með í umræðum þar sem þjónustan er tíunduð.
Misminni mig með ESB-málið þá biðst ég afsökunar á því hvað það varðar hj´mér en þá er ég í því efni að rugla þér saman við annan.
Samlagningin er auðvitað eins og gefur að skilja til að setja fram mynd af þessu, ekki vegna þess að þú hafir verið að leggja saman tölur. Hélt að allir skildu það.
Og fyrst þú spyrð þá var það nú svo að þjóðin kaus sérstaklega um 62. greinina í flugfreyjukosningunum og fékk yfirgnæfandi fylgi þeirra sem þátt tóku.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.6.2014 kl. 14:29
Prédikari. Ég fékk engin skilmerkileg svör frá þér heldur einungis útúrsnúninga. "Og fyrst þú spyrð þá var það nú svo að þjóðin kaus sérstaklega um 62. greinina í flugfreyjukosningunum og fékk yfirgnæfandi fylgi þeirra sem þátt tóku".Ég veit ekki til þjóðin hafi nokkru sinni fengið að kjósa um þetta mál. Hvaða flugfreyjukosningu ertu að tala um? Að síðustu. Ég var einungis að setja fram þá skoðun að kjósa ætti um þetta mál af því að ég er á móti þessu ákvæði. Þú ert ekki sömu skoðunar. þá erum við einfaldlega ósammála. Mér finnst algjör óþarfi af þér að gera lítið úr mínum skoðunum og svarir mér með algjörum hroka. Fyrir utan það ertu að gera mér upp skoðanir og ímynda þér allt hið versta um mig. Mér finnst þetta í lagi þar sem ég hef reynt að koma vel fram á minni bloggsíðu við viðmælendur og eins þegar ég hef gert athugasemdir hjá öðrum.Og fyrir utan það þá er ég ekkert að leyna því hver ég er. Þú hlýtur að skilja það að framkoman hjá þér er fyrir neðan allar hellur.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.6.2014 kl. 15:18
Það er óþolandi þegar fólk gerir manni upp skoðanir. Veit ekki hvað fólki er oft troðið inn í stjórnmálaflokka að ósekju eða óþörfu.
Við þurfum hinsvegar ekki að feta í fótspor Dana. Þeir framseldu fullveldið (meðan þeir í mótsögn hoka yfir Færeyjum og Grænlandi?), það gætum við ekki með okkar stjórnarskrá. Stjórnarskráin ætti að mestu að vera látin í friði, þó það megi alveg skoða hana í rólegheitunum og yfirvegað, en ekki af landsölufólki og æsingafólki. Þeim er ekki treystandi fyrir stjórnarskránni.
Elle_, 26.6.2014 kl. 19:44
Jósef Smári.
Flugfreyjan og jarðfræðineminn héldu þjóðaratkvæði um störf hinnar ólögmætu stjórnarskrárnefndar. Þar var 62. greinin sértaklega tilgreind og um hana kosið. H'un fékk mest fylgi allra greina sem kosið var um muni ég það rétt, eða að minnsta kosti í hópi mjög fárra sem fékkk yfirgnæfandi fylgi. Minnir samt að hún hafi fengið mest allra.
Ég var ekki að reyna að gera lítið úr þér, en vísaði í fyrri umræður okkar um þjóðkirkjuna og málefnum tengdri henni. Hitt er annað að mér greinilega misminnti skoðun þína varðandi ESB, þar sem ég hef ruglað þér saman við annann mann í huga mínum og hef ég í fyrri skrifum beðist afsökunar á því.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.6.2014 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.