Miðvikudagur, 25. júní 2014
Vinstrafrjálslynt valdaskak og kósí-pólitík Bf
Einu sinni var vinstripólitík hugsjón um réttlátt samfélag. Fyrir hundrað árum deildu vinstrimenn um það hvort bylting væri nauðsynleg til að ná markmiðinu um jafnaðarsamfélagið eða hvort hægt væri vinna því framgang innan marka þingræðisins.
Þegar leið á síðustu öld kulnaði í hugsjónum vinstrimanna. Blairismi var vinstriútgáfa af frjálshyggju, sem t.a.m. samfylkingarráðherrar í hrunstjórninni, Össur Skarphéðinsson, Árni Páll Árnason og Björgvin Sigurðsson, höfðu í hávegum.
Í utanríkispólitík voru vinstrimenn til skamms tíma með móralskan kompás sem fylgdi almannahag meðal þjakaðra þjóða. Eftir að vinstrimenn urðu upp til hópa ESB-sinnar framseldu þeir siðvitið til Brussel og urðu valdaskakarar, eins og Þórarinn Hjartarson skrifar um.
Vinstrafrjálslynt valdaskak selur ekki í pólitík. Framgangur kósí-stjórnmála Bjartar framtíðar sýnir það svart á hvítu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.