Fasteignabóla, leiðrétting og hrun

Innistæðulaus hækkun fasteigna er kölluð fasteignabóla. Þegar fasteignabólan springur hrynur verðið með tilheyrandi tapi. Bretar eru verulega áhyggjufullir að fasteignabólan þar haldi áfram að blása út. Norðmenn breyttu reglum um fasteignaveð til að hamla bólumyndun.

Illmögulegt er að segja fyrirfram hvenær fasteignaverð er orðið að bólu enda getur verið innistæða fyrir hækkun fasteigna í hagvaxtarhagkerfi eins og Íslandi, Bretlandi og Noregi (en ekki í ESB-ríkjunum þar sem nær enginn hagvöxtur mælist).

Ástæða er til að ætla að óraunhæfar væntingar um hækkandi fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækki verð umfram innistæðu. Hvort það endi með leiðréttingu eða hruni er of snemmt að segja til um.

 


mbl.is Vildu allar íbúðir í nýrri blokk í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband