Stjórnarskrá er kjölfesta, skal ekki breyta

Stjórnarskrá lýðveldisins stóð af sér hrunið og atlögu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Stjórnarskráin er kjölfestan í stjórnskipun ríkisins og skal ekki breyta nema brýna nauðsyn beri til.

Engin brýn nauðsyn kallar á breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins.

Þar af leiðir ætti ekki að breyta stjórnarskránni.


mbl.is Skoða forsetann og framsal ríkisvalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þó eitthvað sé kjölfesta er það ekki = að ekki megi breyta.

Það vita þeir sem hafa verið á skipum. Það er hægt að nota bargt sem kjölfestu ss. grjót, steypu, stálbita etc. - sem er svo fjarlægt eftir behag.

Í nútímaflutningaskipum er oft bara vatn notað sem kjölfesta.

Hitt er svo annað að þið framsjallar og sérhagsmunaelitan eruð búnir að eyðileggja stjórnarskrána og Ísland með öfga-ofstopa.

Ísland er í rúst eftir ykkur.

Og eigi skammist þið ykkar fyrir rústalagninguna heldur haldið þið áfram að níðast á landi ykkar og þjóð á afar ógeðfelldan og lágkúrulegan hátt upp á hvern dag.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2014 kl. 18:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar við erum land og þjóð,sem býr við lýðræði.Við vorum svo heppin að eiga Stjórnarskrá og miklu fjölmennari og öflugri liðsmenn,þegar skaðinn var skeður og Vg. sveik þjóð sína.,nokkuð sem þeir sem kusu þann flokk áttu ekki von á. Hafi einhverntíma verið ástæða til að rústa einhverju á Íslandi,var það rústalagning landssöluflokkanna. Sem betur fer var kjölfesta þeirra loft og undirlægja erlendra afla. Forsetinn og Stjórnarskráin barg okkur meirihlutanum sem spanna alla flokka aðra en Samkylkingu.

Helga Kristjánsdóttir, 24.6.2014 kl. 19:51

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Páll.  Einfaldlega sammála grein þinni.  Það þarf ekki ekki að kollvarpa stjórnarskrá Íslands.  Hún er góð eins og hún er.  Að sjálfsögðu þarf hún að taka breytingum í tímans rás, en rólega og yfirvegað.  Ekki samkvæmt einhverjum óljósum óskalista ólögmæts "stjórnlagaráðs"

Kristján Þorgeir Magnússon, 25.6.2014 kl. 00:20

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sem sagt: Það þarf ekki að breyta stjórnarskránni vegna þess að það er engin brýn nauðsyn á því að breyta henni. Þetta er klassísk rökvilla.

Wilhelm Emilsson, 25.6.2014 kl. 06:38

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar Bjarki sósaelítueinmálsmaður.

Þú hefur náð botninum held ég. Þín vegna vona ég að það sé lyfjasamsetningu þinni að kenna en ekki þér sjálfum.

Flugfreyjan og jarðfræðineminn gerðu allt hvað þau gátu að keyra landið niður í rústir eins og þau lifandi gátu til að afla ykkur ástæðu til þess að afsala okkur sjálfstæðinu til skriffinnanna í Brüssel.

Ríkisstjórnir Þorsteins, Davíðs og Geirs voru einfaldlega búnar að byggja innviði landsins það vel upp að það var hægara sagt en gert fyrir þau þokkahjú að gera. Því er að Ísland er að komast á slóð bjargálna erftir hið alþjóðlega bankahrun, sem Bill Clinton lagði helsta hornstein að, mun fyrr en flestar aðrar þjóðir heimsins. Þökk sé þessum ríkisstjórnum hægri manna sem nefndar voru, krónunni og ekki síður góðri og sígildri stjórnarskrá sem hefur verið breytt í einstaka atriðum sem menn sáu eftir vandaða yfirlegu nokkurra kjörtímabila í senn og sáu að máttu betur fara.

Hárrétt hefur Páll fyrir sér með það. Sjórnarskrá stendur vörð um grunn skipulag þannig að stundarhagsmunir eins og þeir sem síðasta ríkisstjórn fór eftir geti ekki rústað skipulagi heils þjóðríkis þegar þeim hentar. Stjórnarskráin hefur verið góð frá fyrsta degi að meginstefnu til.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.6.2014 kl. 11:41

6 Smámynd: Elle_

Ómar, þið landsölumenn níðist á landi ykkar og þjóð á afar ógeðfelldan og lágkúrulegan hátt - - -.  Og talandi um rústalagningu.  Það þarf ekkert að f - - - a við stjórnarskrána fyrir villinga. 

Elle_, 25.6.2014 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband