Sjálfsvitund þjóða og ESB

Englendingar eru tiltölulega með sjálfa sig á hreinu; þeir eru eyþjóð sem varð heimsveldi um tíma með öflugum flota og eru almennt frjálshuga. Þjóðverjar eru fjarri því að búa að heildstæðri sjálfsmynd. Þýskaland er ungt þjóðríki með þyrnótta sögu prússnesks heraga og nasískra glæpa.

Englendingar vilja minna bákn í Brussel og fá tilbaka fullveldi sem Evrópusambandið sölsaði undir sig á tímum kalda stríðsins. Þjóðverjar líta á báknið í Brussel sem kjölfestu fyrir þýska þjóðarsál, að hún hlaupi ekki út undan sér líkt og fyrrum með skelfilegum afleiðingum.

Frjálshuga Englendingar vilja ekki Jean Claude Juncker sem forseta framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Þjóðverjar vilja heldur ekki Juncker en verða samt að styðjan hann vegna þess að Englendingar eru um það bil að eyðileggja kjölfestuna í Brussel.

Daniel Hannan skrifar áhugavert um stöðu mála í Brussel þessa dagana. Við á Fróni getum spurt okkur hvort sjálfsvitund okkar eigi meira sameiginlegt með enskum eða þýskum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu búinn að kynna þér TISA-samninginn?

Jón Þórhallsson, 24.6.2014 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband