ESB án Bretlands gerbreytir stöðu Íslands

Bæði í Brussel og London er gert ráð fyrir því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Bretar eru ekki með evru og vaxandi samstaða er um það ESB sé of ráðríkt í breskum innanlandsmálum. Eina leiðin fyrir ESB til að bjarga evrunni er að stórauka miðstýringuna á ríkisfjármálum aðildarríkjanna. Niðurstaðan er óhjákvæmileg: Bretland er á leiðinni út.

Að frátöldum Norðurlandaþjóðum stendur Bretland Íslandi næst í Evrópu. Allt frá dögum víkinga, þegar norrænir menn réðu lögum og lofum á stórum svæðum í Mið-Englandi og Skotlandi, yfir í miðaldir þegar breskar duggur fiskuðu við Íslandsstrendur og áttu viðskipti við landsmenn (enska öldin) og fram á miðja síðustu öld er Bretar komu okkur til bjargar frá þýskum nasistum, sem hirtu bæði Danmörku og Noreg, er samband Íslands og Bretlands byggt á gagnkvæmri vináttu. Jafnvel í þorskastríðunum eftir seinni heimsstyrjöld, þegar Íslendingar tóku sér yfirráð yfir hefðbundnum fiskimiðum Breta, voru átökin að siðaðra manna hætti.

Bretland utan Evrópusambandsins mun freista þess að byggja upp samstöðu strandríkja á norðanverðu Atlantshafi  þar sem virðing fyrir fullveldi þjóða er í öndvegi. Lykilsamstarfsaðilar Breta væru Norðmenn og Íslendingar.

 


mbl.is Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér líst vel a að taka upp Meira samstarf við Breta. Við eigum margt sameiginlegt með þeim og EFTA-samstarfið myndi duga vel sem fyrirmynd.

Ragnhildur Kolka, 22.6.2014 kl. 12:02

2 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála Ragnhildi Kolka ..til Breta eigum við að horfa!

rhansen, 22.6.2014 kl. 14:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með ykkur.   En hvað gera Írar ef Bretar (þmt skoskir) ganga úr ESB? 

Kolbrún Hilmars, 22.6.2014 kl. 14:50

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Loksins!! "Bragð er að þá Bretar finni”

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2014 kl. 15:17

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ísland án heimssýnar gjörbreitir stöðu lands og lýðs til hins betra.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2014 kl. 15:19

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Engin heimssýn - jamm.  Þá getum við bara dundað okkur við að hætti Bakkabræðra; að bera endalaust sólina inn í húsin í húfunum okkar.

Kolbrún Hilmars, 22.6.2014 kl. 16:17

7 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Bretar eru verstu kúgarar sögunnar og við höfum aðeins átt í illdeilum við eina þjóð í sögunni....Breta.

Halldór Þormar Halldórsson, 22.6.2014 kl. 17:30

8 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Breta Breta, það er satt hjá þér Halldór Þormar með illdeilur og Breta, en þá er gott að hafa til að kaupa fisk af okkur. En ég hef margsinnir eftirlýst fiski-samsteypu í norðri, hún næði heimsmarkaðnum leikandi létt og með góðri samningastöðu líka um innkaupamarkað.

Eyjólfur Jónsson, 22.6.2014 kl. 17:47

9 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Bretar komu okkur ekki til bjargar.  Þeir hernámu Ísland vegna þess að það hentaði þeirra hagsmunum.  Brezkt hernám Íslands tryggði ferðir skipalesta yfir Atlantshaf og þar með sjóflutninga með hergögn og hermenn frá Ameríku, sem annars hefðu verið útilokaðir. Vegna landfræðilegrqr legu Íslands, gegndi landið lykilhlutverki í því að Þjóðverjum tókst ekki að vinna orrustuna um Bretland né Barbarossa sóknina.

Einhver mestu herfræðilegu mistök Hitlers voru að hertaka ekki Ísland á undan Bretum.  Hefði hann haft vit á að gera það, væri í dag töluð þýzka allar götur frá Látrabjargi til Vladivostok.  Hann hefði með því lokað Atlantshafinu fyrir öllum stuðningi frá Bandaríkjunum til Bretlands og Rússlands.  Hefði hann ekki gert þessi mistök, væri heimsmyndin gjörólík þeirri mynd sem við höfum í dag.

Breta hafa aldrei haft okkar hag í huga.  Þeir hernámu landið í eigin þágu.  Þeir settu líka á okkur hryðjuverkalög og með því gerðu Ísland næstum gjaldþrota.  Það er ekki við hæfi að hampa- né skríða fyrir brezkum ruddum

Kristján Þorgeir Magnússon, 22.6.2014 kl. 21:29

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rangt. Nasistar mátu það svo, réttilega, að Ísland per se væri algerlega þýðingarlaust fyrir þá hernaðarlega.

Þeir gátu það vel ef þeir hefðu viljað. Voru hérna uppí kálgörðum á kafbátum lon og don.

Hefðu léttilega getað hernumið Ísland - það var bara enginn tilgangur með því.

Nasistar hefðu líka getað tekið Ísland af bretum dáldið lengi á eftir að bretar hernámu Ísland að nafninu til.

Hernám breta var fyrst í stað ekki neitt neitt. Aðallega unglingar sem settir voru í búning og látnir hafa byssur og dreift á nokkra staði á landinu allslausir og vitlausir.

Nasistar hefðu vel getað tekið landið á stuttum tíma með sérþjálfuðum sveitum líkt og voru í Noregi.

Reyndar bjuggust bretar fyrst í stað við slíku og voru mjög taugaóstyrkir.

Það gekk svo langt að misskilningur varðandi símtal íslendinga varð til þess að sá orðrómur komst á kreik meðal breskra, að nasistar hefðu gengið á land á Austfjörðum.

Yfir þá sögu er farið í sæmilegri bók Þórs Væthedds. En sú bók er bara sæmileg því hann gerir þau misstök, sennilega viljandi, að ofmeta gildi Íslands fyrir nasista hernaðarlega og jafnframt vanmetur hann, sennilega viljandi líka, velvild meðal hægrimanna á Íslandi gagnvart nasistum.

Það er eitthvað feimnismál meðal hægrimanna, sem þór náttúrulega er, að hægrimenn á íslandi voru mjög inná nasistalínunni með einum eða öðrum hætti.

Enda útbjuggu þeir bretar og Bna-menn lista sem samanstóð aðallega af hægrimönnum, sem þóttu líklegir til að aðstoða nasista ef til innrásar þeirra kæmi. Það segir náttúrulega ákveðna sögu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2014 kl. 22:46

11 Smámynd: Elle_

Bretar hjálpuðu okkur ekki, þeir voru ekkert að hugsa um okkur frekar en saklaust fólk í nýlendum þeirra.  Maður fjárkúgar ekki þá sem maður bjargar.  Það voru Bandaríkjamenn sem björguðu okkur.

Elle_, 22.6.2014 kl. 23:30

12 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bretar hafa aldrei gert neitt sem ekki þjónar þeirra hagsmunum. Broslegt að halda því fram að þeir hafi bjargað okkur frá nasistum. Sama með Bandaríkjamenn. Hagsmunir Íslands voru aldrei í fyrirrúmi varðandi hernámið 1940 eða komu Ameríkana ári síðar.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.6.2014 kl. 23:45

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Joú, bretarhafa að mörgu leiti verið Íslandi vinsamlegt í gegnum tíðana að meðaltali. BNA líka.

Ísland eða íslendingar geta lítið yfir þeim klagað.

Að öðru leiti barðandi hernám og nasista, að þá sem betur fer, sem betur fer, þá mátu nasistar það svo að Ísland væri þýðingarlítið fyrir þá. Sem betur fer.

Það hefði getað orðið skelfilegt ef nasistar hefðu gert árás eða ef átök hefðu orðið um Ísland milli stríðsaðila.

Nasistar gerðu að vísu tilviljanakenndar afmarkaðar árásir úr flugvélum á Ísland, t.a.m. á Seyisfirði.

Reyndar er etv. umhugsunarvert afhverju nasistar vörpuðu svo sjaldan sprengjum þvi nasistaflugvélar flugu margoft yfir byggðum á stríðsárunum, t.a.m. á Seyðisfirði.

Árásir af miklu krafti á breska/bna liðið hefði getað orðið skelfilegt. Eins og gefur að skilja.

En fyrst eftir hernámið hefðu nasistar ekki þurft nema að senda þjálfaðar sveitir í land og þá hefði hernám breta verið í uppnámi.

Eftir nokkra mánuði var orðið mun erfiðara um vik því þá höfðu bretar komið sér fyrir og sett upp ýmsar hamlanir nálægt sínum svæðum auk loftvarnabyssa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.6.2014 kl. 01:09

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli Íslendingar hafi ekki bjargað Bretum frá sulti,með því að sigla í hættuástandi yfir Atlandsála með fisk. --Hvort það var vegna þeirra eða hræðslu okkar við Nasista,skal ósagt látið,en víst vantaði okkur pundin. Svo sannarlega skipti þátttaka Bandaríkjanna sköpum í þessum hildarleik. - Pælum svo í þessum gömlu andstæðingum,sem taka upp friðsamleg samskipti og viðskipti,þrátt fyrir vígin á báða bóga,þótt alltaf séu einstaklingar sem aldrei gleyma. Það sem stendur upp úr að mínu mati,eru þeir miskunnsömu ofurhugar,sem spurðu ekki um þjóðerni né trú,er þeir lögðu sjálfa sig í hættu til að bjarga fjölskyldum,þeir eru hetjur.

Helga Kristjánsdóttir, 23.6.2014 kl. 03:15

15 Smámynd: Jón Bjarni

Hverjir voru það sem flokkuðu okkur sem hryðjuverkamenn haustið 2008?

Jón Bjarni, 23.6.2014 kl. 09:18

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er frumskylda hverrar ríkisstjórnar að gæta hagsmuna þjóðar sinnar og því var það okkar lán að hagsmunir Bretar fóru saman með hagsmunum okkar í stríðinu. Það voru líka hagsmunir bresku þjóðarinnar sem réðu því að Brown nýtti sér hryðjuverkalögin gegn okkur. Vanhugsað, en viðbragð pólitísks dýrs sem var komið út í horn.

Ragnhildur Kolka, 23.6.2014 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband