Fimmtudagur, 19. júní 2014
Fölsk verkalýðsbarátta: launþegar rífast við sjálfa sig
Lífeyrissjóðirnir stjórna stórum hluta atvinnulífsins, eins og Evrópuvaktin vekur athygli á. Lífeyrissjóðirnir eiga stærstan hluta í Icelandair sem logar í vinnudeilum.
Verkalýðshreyfingin stjórnar lífeyrissjóðunum til helminga á móti samtökum atvinnurekenda.
Samt þykist verkalýðshreyfingin, bæði einstök félög og heildarsamtök eins og ASÍ, vera í kjarabaráttu við óskylda aðila.
Það stendur upp á verkalýðshreyfinguna að móta launastefnu fyrir lífeyrissjóðina, til að fyrirtæki á þeirra vegum þurfi ekki að leita ásjár ríkisvaldsins þegar í ógöngur er komið vegna vinnudeilna.
Flugvirkjar aflýsa verkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.