Sunnudagur, 15. júní 2014
Drengjamenning deyr út
Strákar kunna illa að lesa, eru hornreka í skóla og útskrifast síður úr háskólum en stúlkur. Allt er þetta afleiðing kvenvæðingar uppeldis- og menntastofnana undanfarna áratugi.
Einu sinni var til drengjamenning sem ól upp heilbrigða karlmenn með sjálfsvirðingu. Kvenvæðingin elur af sér tvær mengingerðir af karlkyninu; í fyrsta lagi stelpu-stráka sem gætu allt eins verið kvenkyns og í öðru lagi stera-stráka sem bæta sér með vöðvaafli að vera utan gátta.
Þegar drengjamenningin deyr endalega út verður heimurinn femínískari og eftir því fábreyttari.
Hvetja þarf drengi til að lesa meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur pistill. Datt þér hann í hug þegar þú varst í ræktinni í dag á Nesinu ?
sl
Sleggjan og Hvellurinn, 15.6.2014 kl. 20:09
„Allt er þetta afleiðing kvenvæðingar uppeldis- og menntastofnana," skrifar Páll. Það er kaldhæðnislegt að hann sé orðinn fórnarlambsvæðingunni að bráð. En eigum við ekki að bíta á jaxlinn, Páll, og hætta að kenna öðrum um?
Wilhelm Emilsson, 15.6.2014 kl. 20:18
Við eigum enn nokkra knáa stráka eins og Elliða í Eyjum og Gilz. Aldeilis fínar fyrirmyndir þessir strákar.
Ragnhildur Kolka, 15.6.2014 kl. 20:44
Ekkert bendir til að pistillinn sé um Pál, Wilhelm. Það er of mikil stelpuvæðing í skólunum, það finna foreldrar með stráka, líka afburða stráka, og sætta sig ekki við það. Væri ekki nær að vera harðari/hæðnari við yfirvöðsluliðið?
Elle_, 16.6.2014 kl. 14:01
Takk fyrir athugasemdina, Elle.
Einkenni á drengjamenningu, sem ég held að Páll sé fylgjandi og mér finnst hið besta mál ef við erum að tala um Tinna, Prins Valiant og Jakob ærlegan, er að kveinka sér ekki, kenna ekki öðrum um og að sýna sanngirni. Mér fannst Páll vera fjarlægjast þessa menningu með því að kenna „kvenvæðingu" um ófarir karlmanna. Mér fannst það ekki alveg sanngjarnt og svo var ég var bara að reyna að stappa stálinu í hann. En kannski er ég bara gamaldags að gagnrýna fórnarlambsvæðinguna :)
Hvernig lýsir „stelpuvæðing" sér að þína mati?
Ef þú getur bent mér á hvaða lið „yfirvöðsluliðið" er og hvar ég finn það, þá er ég alveg til í að skoða hvað það hefur að segja og gagnrýna það, ef mér finnst það eiga við.
Wilhelm Emilsson, 16.6.2014 kl. 19:32
Einn þeirra hefur þú verið að ræða við í Moggablogginu. Það geta þeir ekki hinsvegar vanalega sem eru ósammála honum. Ætla ekki dýpra ofan í það.
Maður ætti aldrei að líða og þegja um ranglæti. Það væri þá fyrst fórnarlambsvæðing. Varðandi stelpuvæðingu, drengjum ofbýður oft endalaus kyrrsetan og litla dútlumdútlið við að búa til bréfkarla etc. Það er í eðli drengja að þola kyrrsetu oftast verr en stelpur og þeir ættu að vera oftar frjálsir, með þessu meina ég ekki óheflaðir.
Elle_, 16.6.2014 kl. 19:53
Hugsaðu um það að það eru um 2 menn sem ganga í gegnum Háskóla í landinu á móti 7 konum. Finnst þér ekki mikið bogið við það? Menn og strákar eru ekki verr gefnir en konur og stelpur, svo hvað veldur?
Elle_, 16.6.2014 kl. 21:19
Hæ aftur, Elle. Ég tala við fólk með alls konar skoðanir á Moggablogginu. Ég veit ekki hvern þú átt við og var að reyna að giska en komst ekki að niðurstöðu. Ef þú vilt ekki fara nánar út í þetta, þá skil ég það alveg.
Með „fórnarlambsvæðingu" á ég við það afbrigði af pólítískum réttrúnaði að fleiri og fleiri séu ekki taldir ábyrgir gerða sinna heldur fórnarlömb. Mér finnst þetta varhugaverð þróun bæði fyrir þjóðfélagið og einstaklinga.
Ég skil betur núna hvað þú átt við með „stelpuvæðingu".
Ef fleiri konur en karlar fara í háskólanám á Íslandi, þar sem menn hafa frjálst val, þá finnst mér það alveg í lagi. Svo er það líka vitað að konur mennta sig frekar í störfum þar sem launin eru ekkert sérlega há og mér finnst það þeirra mál. Hvað vilt þú gera? Taka forræðishyggju á þetta? Ég held að þú sért ekki þannig týpa :)
Wilhelm Emilsson, 16.6.2014 kl. 22:53
Hverjir stjórna námsuppbyggingunni fyrir skólana? Spurningin er ekki hvort menn megi velja eða ekki hvort þeir fari í skólana. Það hlýtur að vanta að stórauka það sem höfðar til drengja og ungra manna (kannski líka framkomu við þá?), svo þeir endist þar, vilji lesa, vilji læra, vilja vera þar. Það vantar líka karlmannskennara (og karlmannsstöður) innan skólanna.
Elle_, 16.6.2014 kl. 23:47
Hverjir stjórna námsuppbyggingu skólanna? Menntamálaráðuneytið og stjórnendur skólanna. Það eru nú varla allt saman konur.
Í grunnskólum og framhaldsskólum eru konur í meirihluta sem kennarar. Ef þér finnst að auka eigi hlutfalla karla á því skólastigi, þá er um að gera að koma með tillögum um það. Ég held að ansi margir telji að vegna þess að launin eru ekki nægilega há þá sækja karlar í aðrar stöður. Konur virðast sætta sig við lægri raun. Margir vilja kenna körlum um það. Ég er ekki einn af þeim. Í háskóla held ég að hlutafallið sé nokkuð jafn milli karl- og kvenkennara, kannski aðeins fleiri karlar, en það er ágiskun hjá mér.
Að læra að lesa, skrifa og reikna er eitthvað sem allir í nútímasamfélagi verða að læra á grunnskólastigi, hvort sem það „höfðar til þeirra" eða ekki. En skynsamir skólastjórnendur velja efni sem höfða til stráka og stelpna. Að kenna bara „chick lit" eða bara reifara er ekkert sniðugt.
Varðandi hvað höfðar til hverra, höfðar sagnfræði eða stærðfræði eða íslenska eða enska til dæmis eitthvað meira til kvenna en karla? Og þegar í háskóla er komið þá er fullt af greinum sem höfða til karla. Við hjótum að geta verið sammála um það.
Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 00:12
Einn stærsti punkturinn minn er að skólahatrið og skólaleiðinn hefjist á unga aldri, frekar en seinna. Með hvað höfði til stráka og ungra manna, meina ég ekki bara það sem þeir eru að lesa og læra, en líka fagið sjálft, líka kennarar og skólaandinn. Og skólastjórar. Nenni annars ekki að rökræða þetta svona lengi, en það vantar að strákavæða skólana.
Elle_, 17.6.2014 kl. 00:44
Það finnast samt góðir skólar fyrir stráka með góðum og hæfum kennurum og skólastjórum.
Elle_, 17.6.2014 kl. 00:58
Segjum þetta þá gott í bili, Ella. Takk fyrir spjallið!
Wilhelm Emilsson, 17.6.2014 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.