Sunnudagur, 15. júní 2014
Skyldulesning í ESB-umræðunni, 2014-mótsögnin
ESB-sinnar og andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu ættu að sameinast í að lesa hreinskilna og yfirvegaða greiningu á stöðu Evrópusambandsins almennt og evru-samstarfsins sérstaklega. Greiningin er eftir einn af framkvæmdastjórum ESB, en það er ígildi ráðaherradóms. Höfundurinn, László Andor, hættir í haust, þegar ný framkvæmdastjórn tekur við stjórnartaumunum í Brussel.
Greiningin var flutt sem ræða í Berlín fyrir tveim dögum og sjaldgæft að sjá jafn skýra útlistun á stöðu mála í ESB frá æðstu embættismönnum. Andor fer yfir reynsluna kreppunni sem hófst 2007 þegar undirmálslánin í Bandaríkjunum urðu efnahagsvandamál.
Þegar kreppan kom til Evrópu, í kjölfar falls Lehmans-banka árið 2008, kom á daginn hönnunargalli á evru-samstarfinu sem fólst í því að aðildarríkin voru bundin í báða skó í gjaldmiðlasamstarfi og gátu því ekki gripið til viðurkenndra úrræða eins og gengisfellingar til koma efnahagslífinu í gang á ný. Þá áttu bankar í evruríkjunum 18 ekki lánveitanda til þrautavara - líkt og þjóðríki eiga í seðlabönkum sínum - enda Seðlabanka Evrópu bannað að vera slíkur lánveitandi. Til að hægt sé að mæta efnahagskreppu einstakra aðildarríkja evrunnar verður að vera til sameiginlegt fjárveitingavald.
The point is that macroeconomic instability in Europe stemmed predominantly from the incomplete design of the Economic and Monetary Union: troubled countries could not unilaterally devalue, could not call upon a lender of last resort and could not count on any fiscal support from other Member States that would enable them not just to survive but to stimulate economic recovery.
Evru-samstarfið var hannað með þá (óraunhæfu) von í brjósti að að samevrópskar lagasetningar um vinnumarkaði myndu nægja til að halda aftur af efnahagskreppu enda átti sameiginlegur gjaldmiðill að koma í veg fyrir gengisáhættu. En í stað gengisáhættu kom fjármálaleg og félagsleg áhætta, sem birtist í gjaldþroti ríkja og stórkostlegu atvinnuleysi.
The social implications of the EMU's rules on national deficits and debts were considered as secondary, also because the EMU 1.0 was designed largely by central bankers. After two decades of monetary instability in Europe, it was assumed in the early 1990s that political stability and better economic performance in Europe require first and foremost monetary stability. We know now that the price for monetary stability has been fiscal and social instability.
Andor kennir þetta ástand við ,,Delors mótsögnina" í höfuðið á fyrrum forseta framkvæmdastjórnar ESB.
We can call this the Delors paradox. On the one hand, we introduce social legislation to improve labour standards and create fair competition in the EU. On the other hand, we settle with a monetary union which, in the long run, deepens asymmetries in the community and erodes the fiscal base for national welfare states.
Eina leiðin til að leysa þessa mótsögn er að auka sameiginlegt fjármálavald evru-ríkjanna, segir Andor. Hann leggur til að ríkin sameinist um samevrópskan atvinnuleysistryggingasjóð. Með því að fá fjárveitingar frá ESB geti aðildarríki betur glímt við kreppuna. Hann viðurkennir að í þessari tillögu sé einnig mótsögn.
However, the fact is that in order for Member States to gain greater autonomy and ability to strengthen their economies, they will need more European integration, particularly by completing the monetary union with a fiscal capacity. We can call it the 2014 paradox.
Evrópusambandið mun glíma við ,,2014-mótsögnina" um langa framtíð. Það sem skiptir máli fyrir okkur á Íslandi er einkum tvennt.
Í fyrsta lagi að Evrópusambandið, sem er samband 28 ríkja, og evru-samstarfið innan þess, en þar taka 18 ríki þátt, er í tilvistarkreppu. Það er ekki pólitískur vilji meðal þjóða ESB að framselja aukið fullveldi til Brussel og gera evru-samstarfið sjálfbjarga. Öflugar þjóðir utan evru-samstarfsins s.s. Bretland, Danmörk og Svíþjóð ljá ekki máls á samruna til tryggja samheldni 28 ríkja ESB. Því er svo gott sem óhugsandi að Evrópusambandið haldi velli í núverandi mynd, hvort heldur það takist að bjarga evru-samstarfinu eða ekki.
Í öðru lagi þá eru meiri líkur en minni (raunar mun meiri) að tilvistarkreppan dragist á langinn, jafnvel að hún standi yfir í áratugi.
Eina skynsamlega afstaða Íslands gagnvart Evrópusambandinu er að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Við eigum að afturkalla aðildarumsóknina frá 2009, eiga vinsamleg samskipti við Evrópusambandið á meðan það ræður fram úr sínum vanda en ekki láta okkur til hugar koma að verða aðilar að tilvistarkreppu ESB.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.