Miðvikudagur, 11. júní 2014
Ólafur Ragnar boðar endurkjör
Ólafur Ragnar verður vitanlega í endurkjöri 2016. Þjóðin vill ekki sleppa kjölfestu stjórnkerfisins á meðan flokkakerfið er í ólgusjó. Ólafur Ragnar vill ekki sleppa þjóðinni og hann er orðinn of gamall fyrir erlendan vettvang.
Ólafur Ragnar segist ekki sækjast eftir endurkjöri til að svæla fram valkostina. Samfylkingar-Eyjan brást ekki áskorun forsetans og býður upp á Össur Skarphéðinsson sem hlegið var að í Brussel. 75 prósent þjóðarinnar fær velgju við tilhugsunina um Össur á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar tekur eitt kjörtímabil enn og verður samt ekki ellidauður í embætti.
Sækist ekki eftir endurkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert semsagt að segja að það sé ekkert að marka orð Ólafs Ragnars, ekki satt?
Wilhelm Emilsson, 11.6.2014 kl. 19:49
Páll! hann verður sko ekki í endurkjöri og alls ekki þó allt sé í ólgusjó því hann hefur séð að mórallinn í þjóðinni er sá sami og í stjórnarráðinu, rífa til sín eins mikið og hægt er á meðan færi gefst. Hann er búinn að sjá að enginn viðsnúningur verður þrátt fyrir að hann hafi gefið þjóðinni annað tækifæri til sjálfsbjargar, tækifæri til að velja sinn nýja leiðtoga sem mundi leiða fólkið til frelsis og frjálsræðis og frama. En viti menn, fólkið rís ekki upp ekki einusinni fer það fram með annan fótinn úr rúminu heldur snýr sér til veggjar og sofnar aftur. Góða nótt Ísland, ég er farinn!
Eyjólfur Jónsson, 11.6.2014 kl. 19:54
Hann ætlar ekki, Páll. Hann ræður þessu sjálfur. Snúist honum hugur væri það allt annað mál.
Elle_, 11.6.2014 kl. 21:19
Kæri Páll, en ég met mikils vilja þinn til að hafa hann. Og kýs hann sannarlega ef hann býður sig fram.
Elle_, 11.6.2014 kl. 21:57
Er fyrst hugsi vegna orða þinna Eyjólfur,held að ég skilji það. En okkur vantar kjarkmikinn leiðtoga,ofurhuga sem er á fullu að brjóta niður Evrópusinna. Ég kem ekki auga á neinn ungan sem er líklegur til afreka,sem forsprakki í baráttunni fyrir þjóð sína,kannski gleypti pólitíkin þá sem mest höfðu sig í frammi.- - -Það má láta sig dreyma að þeir myndi nýjan flokk gegn "Viðreisn",ritstjóri þessa blaðs og forsetinn,menn flykktust í þann nýja flokk,því þar væri enginn hálfvelgja.
Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2014 kl. 01:20
Auðvitað væri bezt að hafa Ólaf Ragnar áfram -- ekki spurning.
Og þeir sem hezt hafa verið nefndir sem kandídatar til starfans, eru alls ótraustverðir ESB- og Icesave-þjónar, jafnvel Samfylkingarþjónar, eins og Jón Gnarr opinberaði um sjálfan sig í viðtali við austurríska fréttastofu í marz 2011.
Jón Valur Jensson, 12.6.2014 kl. 01:28
... helzt hafa verið nefndir ...
(slappt l-ið í tölvu minni)
Jón Valur Jensson, 12.6.2014 kl. 01:29
Ólaf Ragnar umfram hvern annan vinstri Gosa eða ESB-sinna sem í augsýn er. Össur á Bessastaði? Kann einhver annan betri?
Ég vil skora á ÓLaf að vera áfram- for life til að byrja með. Og ekki spillir að hafa hana Dorrit til að halda honum á mottunni.
Halldór Jónsson, 12.6.2014 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.