Refsivextir í ESB lýsa botnlausri svartsýni

Viðskiptabankar sem geyma fé hjá Seðlabanka Evrópu borga refsivexti. Viðurkenndu efnahagslögmáli er þar með snúið á haus í stað þess að fjármagnseigandi fái vexti er honum refsað. Örvæntingin sem leiðir Seðlabanka Evrópu á braut refsivaxta er verðhjöðnun.

Verðhjöðnun er vítahringur þar sem fjárfestar og neytendur halda að sér höndum vegna væntinga um verðlækkun. Við verðfall á vörum og þjónustu verður samdráttur hjá atvinnurekendum sem segja upp fólki. Aukið atvinnuleysi veldur enn minni eftirspurn, sem aftur þrýstir verði á vöru og þjónustu lengra niður.

Samhliða refsivöxtum gagnvart viðskiptabönkum heldur Seðlabanki Evrópu stýrivöxtum nálægt núlli eða 0,15. Lágir stýrivextir og núna refsivextir á viðskiptabanka ríkir lýsa hyldjúpu svartsýni á efnahagskerfi evru-ríkjanna 18. Jaðarríki sambandsins í Suður-Evrópu eiga að baki sjö ára kreppu og eygja ekki enn landssýn.

Þýskir fjölmiðlar, t.d. Die Welt, eru vantrúa á Seðlabanka Evrópu og tala um Seðlabanki Evrópu haldi lífinu í peningabrennsluvél.

Hægt en öryggluga rennur upp fyrir Þjóðverjum að þeir verða látnir borga fyrir fjármálaóreiðuna í Suður-Evrópu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hinn svo kallaði "monetary transmission mekanismi", eða gírstöng peningakerfisins út til fjármálakerfisins, þ.e. viðskiptabankanna, virkar ekki á evrusvæðinu. Reyna á að koma hjólum atvinnulífsins í gang með því þvinga bankana til að lána út peningana til fyrirtækja frekar en að hafa þá í geymslu hjá ECB-seðlabankalingnum.

En en fjárfestar hafa ekki áhuga á deyjandi evrópskum eignum sem eru víða komnar inn í verðhjöðnunarspíral.

Á kistubotninum heima í Þýskalandi liggur hins vegar stærsti viðskiptahagnaður eins lands í veröldinni, og það í dollurum talið. Hann er þarna tilkominn með því að Þýskaland fór og fer um heiminn ríðandi um á bökum veikburða hagkerfa í suðri sem lækkar gegni þýska hagkerfisins. Um leið eru öll önnur lönd evrusvæðis handjárnuð í föstu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland, og geta ekki keppt við þennan "stealth currency maipulator". 

Þjóðverjar munu verða að borga fyrir þessa reiðferð sína með 7 prósent af landsframleiðslu sinni á hverju ári um aldur og ævi. Ekki með lánum heldur með gjöfum. Þetta mun koma byltingu af stað í Þýskalandi.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 8.6.2014 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband