Laugardagur, 7. júní 2014
Björt framtíð ógnar Samfylkingu
Björt framtíð var stofnuð til að veiða upp vinstriatkvæði sem féllu Samfylkingu ekki í skaut í þingkosningum og það lukkaðist sæmilega í fyrr. Með framboði Bjartar framtíðar til sveitarstjórna í þorra stærri sveitarfélaga landsins var tekið ákveðið skref í þá átt að festa stjórnmálaflokkinn í sessi.
Þegar Björt framtíð skákar Samfylkingunni í gömlum kratavígum eins og Hafnarfirði og Kópavogi eru drög lögð að umskiptum á vinstri væng stjórnmálanna.
Björt framtíð rekur kósístjórnmál sem eru samstarfsvænni en kreddustefna Samfylkingar. Ef fram heldur sem horfir brestur á flótti í röðum samfylkingarfólks sem leitar sér betri bithaga á kjörlendum Bjartar framtíðar - enda Björt framtíð samstarfstæk en Samfylkingin tæplega.
Ármann áfram bæjarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona skipast pólitískt veður í lofti eftir “stóra hvell” þ.e. hrunið,sem kom Íslendingum úr jafnvægi.Ef mig misminnir ekki hefur Besti flokkurinn,sem bauð fram í höfuðborginni og komst af með aðstoð Samfylkingar,runnið saman við Bjarta framtíð. Mamma mia, ÓGnarr síðan velgjörðarflokki sínum.
Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2014 kl. 05:15
Þess verður ekki langt að bíða að flokkseigendafélag Samfylkingarinnar krefst þess að fram fari sameining á vinstrivæng með sameiningu VG, Samfylkingu, Bjartri framtíð og slatta af örflokkum í einn "öflugan" jafnaðarmannaflokk.
Athyglisvert er að í síðustu Alþingiskosningum þá duttu 13% atkvæða dauð niður og því er stjórnarandstaða bara með 37% atkvæða en ríkisstjórnin 50%.
Eggert Sigurbergsson, 8.6.2014 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.