Fimmtudagur, 5. júní 2014
Múslímar, kúgun kvenna og umburðalyndi
Múslímaríki eru mörg hver ekki aðilar að mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á jafnrétti kynjanna, sbr. grein 16. Múslímaríki gerðu með sér sérstakan sáttmála um mannréttindi, Kaíró-yfirlýsinguna. Þar segir í sjöttu grein b-lið
Eiginmaðurinn er ábyrgur fyrir velferð og afkomu fjölskyldunnar.
Mannréttinda yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er trúarlega hlutlaus. Kaíró-yfirlýsingin, á hinn bóginn, vísar reglulega í sharía-lögin um nánari útfærslu mannréttinda. Sharía-lögin er byggð á trúarriti múslíma, Kóraninum, og mæla fyrir margvíslega siði og venjur.
Konur eru settar skör lægra en karlar í samfélögum múslíma. Konur ráða ekki hverjum þær giftast og eru undir ofurvaldi karla, hvort heldur í hjónabandi eða utan.
Í moskumálinu undanfarið er vinstrimönnum tíðrætt um umburðalyndi. Af umræðunni að dæma er íslenskum vinstrimönnum múslímatrú kærari en jafnrétti kynjanna.
Umburðalyndi vinstrimanna leyfir kúgun kvenna, - ef kúgunin er í nafni trúar.
Athugasemdir
Á BBC er núna grein um Golden Hilloch School í Birmingham þar sem harðlínu múslímar voru að reyna að yfirtaka skólann. http://www.bbc.com/news/uk-england-birmingham-27676759
Núna velta ráðamenn fyrir sér hvernig þeir geta verndað börnin fyrir þessari harðlínu plágu.
Ómar Gíslason, 5.6.2014 kl. 12:37
Vinstri menn umbera kúgun kvenna og aftökur samkynhneigðra í nafni trúar: einnar ákveðinnar trúar: múslimatrúar
Ragnhildur Kolka, 5.6.2014 kl. 17:21
Burtséð frá Islam, hinn langvarandi yfirgangur gegn einum manni er genginn út í öfgar. Þessi sami Jón talar alltaf við hann eins og óæðri honum, hvort sem málið snýst um islam eða Palestínu: Knýjandi spurning - - OG: Salmann - - -
Elle_, 5.6.2014 kl. 17:30
Ég bíð eftir því að upplýst verði hve margir samkynhneigðir hafa verið teknir af lífi á Íslandi á vegum múslima.
Við höfum tölurnar úr Kvennaathvarfinu varðandi kúgun og ofbeldi gegn konum og nú bíð ég eftir því að uppgefið verði um það, hve margir múslimar voru í þeim hópi og hve margir meðlimir í Þjóðkirkju Íslands.
Eða hafa þetta eingöngu verið múslimskir karlmenn allan tímann?
Og vinstri menn umborið það allt í nafni trúar.
Ómar Ragnarsson, 5.6.2014 kl. 17:47
Hefur einhver haldið því fram Ómar að samkynhneigðir hafi verið teknir af lífi,?Við vitum öll að ofbeldi gegn konum gerist í öllum heimsins löndum og framin af karlmönnum hverra trúar sem þeir eru. -- Greinin hér vísar eins og þú ættir að skilja,að konur skulu þola siði og venjur Múslima, sem við sættum okkur ekki við hér. Lög lýðveldisins Íslands eiga að ríkja hér hvort sem okkur líkar betur eða ver.
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2014 kl. 18:38
---Hvort sem þeim líkar betur eða ver. . ..
Helga Kristjánsdóttir, 5.6.2014 kl. 23:53
Drottnarinn með svæðin 5 í Moggablogginu, heimtar enn svar eins manns. Maðurinn s-k-a-l svara honum, opinberlega, á hans forsendum, í hans síðu þar sem hann einn ræður. Minnir á ofsóknirnar gegn Geir Haarde.
Elle_, 6.6.2014 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.