Björt framtíð Sjálfstæðisflokksins

Flokkur ESB-sinna úr Sjálfstæðisflokknum gæti þjónað sama hlutverki og Björt framtíð Samfylkingu. Björt framtíð hirðir upp fylgi í nágrenni Samfylkingar og kemur með í hús vinstrimanna eftir kosningar, eins og dæmin sanna.

ESB-sinnar eins og Benedikt Jóhannesson, Ólafur Stephensen og Þorsteinn Pálsson vinna að stofnun hægriflokks með aðild að Evrópusambandinu sem meginmál. Líkur eru á því að spurningunni um Ísland og Evrópusambandið verði svarað á meginlandinu. ESB er ekki raunverulegur valkostur næstu árin sökum þess að sambandið er í efnhagslegri og pólitískri kreppu.

Viðreisn er vinnuheiti flokks ESB-sinna úr röðum sjálfstæðismanna. Til að flokkurinn eigi möguleika verður hann að bjóða upp á meira en ESB-aðild. Og þannig verður Viðreisn Sjálfstæðisflokknum það sem Björt framtíð er Samfylkingu.

Ólíklegt er að Viðreins vaxi Sjálfstæðisflokknum yfir höfuð, eins og Björt framtíð Samfylkingunni i Hafnarfirði.
mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er greinilegt að NEI sinnar eru drulluhræddir við Viðreysnarflokkinn.

Enda skiljanlegt.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.6.2014 kl. 17:11

2 Smámynd: Elle_

Meinarðu fullvelsissinna eða NEI-sinnana ykkur sem viljið ekki fullveldi?  Drulluhrædd við erum ekki við þessa samfylkingarmenn.

Elle_, 4.6.2014 kl. 21:22

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þið eruð hrædd við vilja þjóðarinnar.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.6.2014 kl. 21:44

4 Smámynd: Elle_

Nei.

Elle_, 4.6.2014 kl. 21:59

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/08/30/meirihluti_vill_klara_vidraedurnar/

Sleggjan og Hvellurinn, 4.6.2014 kl. 23:09

6 Smámynd: Elle_

Og?  Það þýðir ekki að fullveldissinnar séu drulluhræddir við Viðreysnarflokkinn (hvað sem það nú þýðir).  Það var líka þannig að yfir 73% vildu fá að kjósa áður en ofbeldið hófst.  Þannig að nú sitjið þið uppi með vandamálið ykkar.

Elle_, 4.6.2014 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband