Moskustjórnmál og borgarfulltrúi Samfylkingar

Varaþingmaður Samfylkingar og lögmaður, Helga Vala Helgadóttir, hyggst safna saman meinyrtum ummælum um varaformann Félags múslíma og múslíma almennt og kæra.

Ef Helga Vala hyggst sérhæfa sig í trúarlegum meiðyrðum má benda henni á að nýkjörinn borgarfulltrúi Samfylkingar lét falla orð í garð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem ekki eru til eftirbreytni.

En líklega er það svo að umburðalyndu samfylkingarfólki leyfist það sem hinum er bannað. Það er jú flokkskontór Samfylkingar sem skilgreinir málfrelsið.


mbl.is Kærir hatursfull ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er hún ekki lögmaður þessa Salmann Tamimi, og ætli það sé ekki að hans beiðni sem hún tekur þetta mál að sér. Hvað í ósköpunum varðar hana um hvað flokkssystir hennar lét hafa eftir sér um rússnensku rétttrúnaðarkirkjuna?

Hjörtur Herbertsson, 3.6.2014 kl. 16:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Helga Vala varaþingmaður? Þú segir frétttir. Var það ekki bróðir hennar Skúli sem var þingmaður og nú borgarfulltrúi!

Gaman að vita í hvaða kjördæmi hún er varaþingmaður!

Og sagði Kristín ekki að Rétttrúnaðarkirkjan gæti fokkað sér í framhaldi af því að þau settu auglýsingar um að samkynhneigðir og þeir sem þá styddu færu beint til helvítis.Svoan sama dag og Gleiðigangan fór fram  Eru einhverjar hótanir í því? 

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.6.2014 kl. 16:52

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Helga Vala ætti að kynna sér íslam. Konur í íslam mega t.d. ekki giftast kristnum mönnum, feður ákveða hverjir giftast dætrum þeirra og t.d. þurfa þær að vera á sérafmörkuðum stöðum í sínu trúhúsi.

Er það þetta sem Helga Vala og Samfylkinginer að verja?

Við eigum að setja lög bannar alla mismun sama hvað þetta hús er og tryggja um leið að allir hafi sama rétt og ekki skiptir máli hvað trú þú iðkar né hvort eintaklingurinn er samkynhneigður eða ekki.

Ómar Gíslason, 3.6.2014 kl. 17:34

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll Vilhjálmsson,

sérðu virkilega ekki eðlismun á þessu, reiðiglósu Kristínar Soffíu og ofbeldishótununum í garð Salman Tamimi?

Ég held að þú sért endanlega að reyna að sannfæra lesendur þína um að þú sért orðinn snarbilaður ofstækismaður og þú sért löngu búinn að missa tengsl við raunveruleikann.

Í alvöru talað, þú ættir að íhuga að taka þér bloggfrí, hugsa um eitthvað annað en ESB og pólitík. Fara uppí sveit og slaka á.

Virðingarfyllst.

Skeggi Skaftason, 3.6.2014 kl. 17:35

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Það er nú frekar þú Skeggi sem ættir að taka þér frá því að kommenta. Ef þú kallar annan snarbilaður er það ekki meiðyrðarmál?

Ómar Gíslason, 3.6.2014 kl. 18:05

6 Smámynd: Elle_

Nákæmlega, Ómar.

Elle_, 3.6.2014 kl. 18:57

7 Smámynd: Elle_

Hinsvegar kann ég vel við Salmann.  Man það var frekar gert lítið úr honum eða níðst á honum í einni bloggsíðu og studdi hann.  En þetta kjaftæði ofstopamanna um kynþáttahatur og útlendingahatur og þjóðernisrembing vegna frírrar byggingar í bænum er bara það, kjaftæði ofstopamanna.  Það er svipað og ofstækið, oft sama fólks, gegn fullveldissinnum, kallandi þá að ósekju útlendingahatara, þjóðernisrembinga og öfgamenn.

Elle_, 3.6.2014 kl. 19:08

8 Smámynd: Elle_

Var núna fyrst að lesa fréttina um hótanir gegn Salmann.  Vissulega á það ekki að líðast, engan veginn, og gott hjá honum að ráða lögmann.

Elle_, 3.6.2014 kl. 19:20

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mig minnir að ummælin, sem kæra eigi fyrir, feli í sér að lífláta þurfi og útrýma múslimatrúarfólki á Íslandi og meira að segja lýst þeim aðförum sem viðhafa þurfi helst við þá slátrun.

Er virkilega enginn munur á því og að kalla fólk skítapakk og það megi fokka sér?  

Ómar Ragnarsson, 3.6.2014 kl. 19:56

10 Smámynd: Ómar Gíslason

Í Almennum hegningalögum í kafla nr. XXV um Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, segir í 234 gr.:

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi]1) allt að 1 ári. 

Það er skondið að sá sem er að gagnrýna aðrar fyrir að hafa skoðanir og kalla hann „snarbilaður" sá sem segir slíkt þarf að róa sig niður og telja upp á 10 áður en sá aðili er að kommenta á annan. Í grein Páls er ekkert fjallað um slátrun, við þurfum að halda okkur við greinina en ekki fara með málið út á tún.

Ómar Gíslason, 3.6.2014 kl. 20:20

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég og Elle erum sammála um þessar hótanir í garð Salmann réttlæta lögsókn, enda mjög hatursful og ógnandi ummæli. Því var lýst hvernig ætti að drepa Salmann og pynta, múslimum líkt við kakkalakka o.fl. Svoleiðis myndmál er ekki nýtt af nálinni, þekktist t.d. í Rúanda þegar búin var til sú bylgja haturs sem fæddi af sér fjöldamorðin fyrir 20 árum síðan.

Páll Vilhjálmsson sér hins vegar það að Salmann grípi til varna sem einhvern pólitískan leik, enn eina pólitíska árásina á Framsókn, kannski?

Það er af þessum sökum sem ég í fullri alvöru efast um andlega geðsmuni Páls, Ómar Gíslason. Ég var ekki að skrifa neitt í bræðiskasti.

Skeggi Skaftason, 3.6.2014 kl. 20:37

12 Smámynd: Elle_

Hótanir um pyntingar og líflát og níð koma málinu við.  Salmann var líka niðurlægður ekki alls fyrir löngu fyrir að verja kúgun gegn Palestínu.  Talað var við hann eins og hann væri ómarktækur af því hann væri í varnarsamtökum fyrir Palestínu.  ÞAÐ var úti á túni.  Það var eins vitlaust og segja að læknir væri ómarktækur í máli um sjúklinga af því hann væri í læknasamtökum.  Lögsókn Salmanns er eðlileg og kannski nauðsynleg.

Elle_, 3.6.2014 kl. 21:08

13 Smámynd: Elle_

Nei, ekki verja kúgun gegn Palestínu, verja Palestínu gegn kúgun.

Elle_, 3.6.2014 kl. 21:09

14 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skeggi, auðvitað er þetta ekkert annað en pólitík þegar Salmann sjálfur lætur vitna í sig á visir.is og nefnir Framsóknaflokkinn. Hann er meira segja á ansi gráu svæði með uppnefni og fleira. Það sem mætti líka bæta við að séu þetta falsaðir aðgangar þá er ekkert heim að sækja. Aftur á móti má líka benda á að visir.is áskilur sér rétt að taka út athugasemdir séu þær að fara yfir strikið - af hverju var það ekki gert í þessu tilviki? Hvar dregur visir.is mörkin í athugasemdakerfinu?

Elle - hvað með að verja kúgun gegn Ísreal?

Rúnar Már Bragason, 3.6.2014 kl. 21:50

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórnmálamaður hefur níðst á mínum trúarbrögðum,sá hinn sami og úthlutar umdeildri lóð til Múslima. Fram að því kunni ég ágætlega við hann, fráfarandi borgarstjóra. Sama er mér hvað honum finnst um homma,þá sagð hann að Jésús Kristur væri hommi hvort það heyrir undir 234.gr.er kannski ekki eins og orðanna hljóðan,því kristnum má misbjóða í eigin landi. Sjaldan að þeir taki upp þykkjuna.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2014 kl. 21:51

16 Smámynd: Elle_

Rúnar, það er ekkert erfitt að sjá hverjir eru fangelsaðir og kúgaðir.  Það var enginn að segja að ég væri að verja allt sem Palestínumenn gera og gerðu, en það er mikill og viðurstyggilegur alfsmunur þarna.  Mús getur ekki barist við risaeðlu en óþarfi að klessa allar saklausar mýs. 

Það hefur oft verið sagt að það séu bara vinstri-menn sem verji Palestínu, hinsvegar í guðanna bænum ekki saka mig um vinstri neitt, ekki síðan síðustu óstjórn.

Elle_, 3.6.2014 kl. 22:07

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Rúnar Már Bragason, "lætur vitna í sig"?

Þetta eru ekkert "falsaðir aðgangar". Viðkomandi einstaklingar eru til og eru sprelllifandi. Einn hefur raunar beðist afsökunar og sér mikið eftir ummælum sínum. Hann sér þetta greinilega EKKI sem "pólitík" eins og þú og Páll Vilhjálmsson.

Það vill svo að hópar af svona hatursfólki hafa beinlínis lýst yfir einörðum stuðningi við Framsóknarflokkinn, svo Framsóknarflokkurinn verður bara að eiga það við sjálfan sig að slíkt fólk skuli nú hópast utan í honum.

Skeggi Skaftason, 3.6.2014 kl. 22:24

18 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Því miður held ég þú dragir upp full einsleita mynd af ástandi í Palenstínu og Ísreal. Það er engin leið að treysta á fjölmiðla og mynda sér skoðun út frá því. Ef farið er ofan í aðferðir Palenstínumanna þá kemur upp allt önnur mynd en ég ætla heldur ekkert að draga úr að aðferðir Ísrealmanna eru líka ógeðslegar.

Líkt og með þetta moskumál þá er vissara að ræða fyrst hvort borgarbúar og þjóðin sé tilbúin í þetta því lausnin er mun flóknari eftir að stað er farið og óánægja kraumandi undir. Það hefur ekkert með rasisma að gera heldur skynsemi og sátt.

Annars held ég að lausnin á þessu moskumáli gæti væri að úthluta bænahúsi fyrir Gyðinga við hliðina á og réttrúnaðarkirkjunni hinu megin. Væri það ekki athyglisverð tilraun?

Rúnar Már Bragason, 3.6.2014 kl. 22:39

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Rúnar,því skyldu þau bænahús vera vera afskipt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2014 kl. 23:00

20 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skeggi það er alveg hægt að vera með réttrúnað í tungumálinu líka :) Lætur hafa eftir sér og það sem hann segir á visir.is er pólitík og ég held mig við þá skoðun. Hann er líka að nefna það sem þú segir svona til að búa til betri frétt.

Þótt einn hafi beðist afsökunar þá er fullmikil einfeldni að áætla að engir falsaðir aðgangar séu notaðar í svona. Hvað með ef einstaklingarnir eru ekki sakhæfir? Fyrir utan það þá viltu ekki taka afstöðu til þess af hverju visir.is fjarlægði ekki ummælin. Getur það verið af því að þetta er pólitískt mál?

Rúnar Már Bragason, 3.6.2014 kl. 23:07

21 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessum Salmanni hlýtur að vera mikil vorkunn fyrir að lifa í svona ótta sífellt, að ástæðulausu.

Allavega hef ég aldrei beðið skaða af einhverjum kommentafærslu frá aumingjum sem vita ekki fótum sínum forráð, og óttast því ekkert slíkt.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.6.2014 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband