Sunnudagur, 1. júní 2014
Framsókn leiðir endurreisn hægristjórnmála
Án Framsóknarflokksins réðu vinstrimenn ferðinni í íslenskum stjórnmálum. Vinstrimenn eru með forræði í umræðunni og flokkar þeirra njóta góðs af. Styrkur vinstrimanna eflir samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins.
Samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins var komin með neitunarvald í flokknum, samanber ESB-umsóknina. Hótanir samfylkingardeildarinnar gerðu forystu Sjálfstæðisflokksins veika í hnjánum og ESB-sinnum var fært á silfurfati oddvitasætið í Reykjavík.
Án Framsóknarflokksins væri vinstripólitík allsráðandi í stjórnmálum. Ólíkt því sem áður var þá eru það ekki efnahagsmál sem skipta mestu máli við að skipta fólki í flokka. Samfylkingin er iðulega meiri frjálshyggjuflokkur í efahaghagsmálum en Sjálfstæðisflokkur.
Afdrifarík deilumál í seinni tíma stjórnmálum, t.d. afstaðan til ESB, stjórnarskrármálið og núna mosku-málið eru ekki deilur um peninga - heldur um grundvallarafstöðu til þess hvernig Ísland eigi að líta út. Í þeim deilum er Framsóknarflokkurinn bjargvættur borgaralegra gilda andspænis sauðasósíalisma vinstrimanna.
Sveinbjörg þakkaði fjölmiðlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsókn fékk án efa þó nokkur atkvæði kjarna- Sjálfstæðisfólks á kjördegi þegar Halldór oddviti lýsti því yfir að bardaginn yrði um að halda Áslaugu inni, en hún væri einmitt úr „frjálslynda“ arminum. Hví ætti þá hinn almenni Sjálfstæðismaður að kjósa? Hvers vegna tók Halldór sérstaklega fram að Áslaug væri „frjálslynd“, sem er orð sem ESB- deildin hefur eignað sér, um það sem Páll kallar Samfylkingardeildin í XD?
Því getur verið, að þegar margt Sjálfstæðisfólk sá að Kjartan Magnússon væri öruggur, þá styddi það málstað sinn best með því að kjósa framsóknarkonurnar. Sameiginleg niðurstaða varð amk. ásættanlegri fyrir þau, þar sem flestir fulltrúar andstöðu við Dag og Co urðu til á þennan hátt.
Ívar Pálsson, 1.6.2014 kl. 12:32
Felast þá þessi borgaralegu gildi í því að vilja níðast á minnihlutahópi sem ekkert hefur til saka unnið? Felat þessi borgaralegu gildi í því að mannréttindi séu bara fyrir vald hópa en ekki allar manneskjur?
Sigurður M Grétarsson, 1.6.2014 kl. 13:18
Ísland búið að eignast einn alvöru opinberann rassista flokk
Óli Már Guðmundsson, 1.6.2014 kl. 13:34
Ótrúlegt hvað einu einföldu máli er snúið upp í andhverfu sína. Það er eins og Samfylkingin gangi úr vegi til þess að verja sérstaklega meintan rétt annarra fárra til réttinda okkar allra. Sá sem stígur á bremsuna vegna innflytjenda eða gjafagerninga til trúfélaga er kallaður rasisti, nær því af sjálfu sér. Það kostulegasta er að þetta sé gert í nafni mannréttinda, fyrir þá aðila sem skerða þau helst í heimi hér í nafni trúarkennisetninga sinna.
Ívar Pálsson, 1.6.2014 kl. 14:10
Hægri öflin opibera sig agjörlega. Niðurlægingin algjör. Forsætisráðherra kom úr skápnum á Visi.
Ljóst er að sjallaflokkur verður að rjúfa stjórnarsamstarfið. Annars verður hann meðsekur óbermisflokknum.
Að öðru leiti þá unnu Sósíal-Demókratar stórsigur í kosningunum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.