Sunnudagur, 1. júní 2014
RÚV stærsti tapari kvöldsins
Bilað tölvukerfi og gestir í beinni útsendingu í sjónvarpssal sem ekki hafa áhuga á pólitík.
RÚV er stærsti tapari kvöldsins.
Sunnudagur, 1. júní 2014
Bilað tölvukerfi og gestir í beinni útsendingu í sjónvarpssal sem ekki hafa áhuga á pólitík.
RÚV er stærsti tapari kvöldsins.
Athugasemdir
Og nú vilja þeir þar á bæ ekki rýna í nýjustu tölurnar úr Rvík - "þetta eru ekki tölurnar sem við vildum sjá"... :)
Kolbrún Hilmars, 1.6.2014 kl. 00:47
Oddviti kjörstjórnar les upp tölur, sem sýna stórfelldar breytingar á fylgi, en segir að engir seðlar séu auðir, gefur ekki upp hve mörg atkvæði hafa verið talin og virðist ekki hafa lagt tölurnar saman. ´
Í ofanálag virðist enginn annar, hvorki frambjóðendur né starfsmenn á RUV hafa getað lagt tölurnar saman !
Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 00:55
Þegar við vorum í þessu í kosningasjónvarpinu í gamla daga, skrifaði maður tölurnar niður sjálfur á blað jafnóðum og reyndi að sjá strax aðalatriðin í sjónhendingu, segja frá þeim og greina. Einfalt atriði: Samlagning, jafnvel í huganum.
Nú ríkti fáránlegt ástand í langan, langan tíma, löngu eftir að stóru nýju línurnar 7-7-1 lágu fyrir, meirihlutinn fallinn og Sjallar og Framsókn komin með 44% en Samfó og Björt framtíð með 41%.
Niðurstaða mín: Á síðustu árum hefur fólk orðið algerlega háð tölvum og útreikningum þeirra og ef eina tölu vantar eða tölvan klikkar, er fólk ráfandi langt úti á túni.
Ég hef lengi haldið því fram að stórlega skorti á rétt hlutföll í stærðfræðilegri menntun í nútíma þjóðfélagi.
Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 01:10
Tek undir þetta með stærðfræðimenntunina, það er skelfilegt sem maður heyrir núna t.d. varðandi grunnskólann, að krökkum sé ekki lengur gert að læra utan að MARGFÖLDUNARTÖFLUNA (!), þetta sagði mér kunningi sem var með strák í grunnskóla í Rvík fyrir örfáum árum og ég ætlaði bara ekki að trúa.
Alfreð K, 1.6.2014 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.