Laugardagur, 31. maí 2014
Stórsigur Framsóknarflokksins
Með tíu prósent fylgi, skv. fyrstu tölum, er Framsóknarflokkurinn sigurvegari borgarstjórnarkosninganna. Samfylkingin tapar á hatursáróðrinum, fær rétt 30 prósent fylgi en mældist með um 37 prósent stuðning fyrir nokkru.
Sjálfstæðismenn munu ekki halda því fylgi sem þeir fá skv. fyrstu tölum og enda líklega með 23-25 prósent, sem er heldur skárri útkoma en á horfðist.
Moska verður ekki byggð í Sogamýri.
Samfylking með sex menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vertu ekki viss um það, Páll. Sósíalistarnir eru með 8 af 15 borgarfulltrúum. Þar eð þrír flokkar, Samfó, Versti flokkurinn og VG allir vildu mosku, þá verður hún byggð. Hins vegar er alveg öruggt að þegar Sveinbjörg kallaði eftir íbúalýðræði, þá fékk það hljómgrunn hjá kjósendum svo að flokkur hennar rauk úr engum kosnum fulltrúa í tvo á örskömmum tíma. Teiknarinn á sorpsneplinum Fréttablaðinu varð svo svekktur yfir framgangi Framsóknar, að hann teiknaði Sveinbjörgu sem meðlim KKK.
.
Hvað sem því líður, þá hefði ég helzt viljað að fylgi Vinstri grænna dytti niður fyrir lægri mörkin. Þessi karlamannahatandi öfgafemínistaflokkur fékk þó ekki neinn framgang. Kemur ekki á óvart, því að í síðustu forkosningum tróð Sóley sér frekjulega fram fyrir Þórólf, sem hafði fengið flest atkvæði. Og í þessum kosningum var kona bæði í 1. og 2. sæti, sem er brot á jafnræðisreglu flokksins. En öfgafemínistarnir hafna öllu jafnræði og jafnrétti, líkt og aðrar öfgahreyfingar eins og islamistarnir og nýnazistarnir.
- Pétur D.
Aztec, 1.6.2014 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.