Laugardagur, 31. maí 2014
Þögul mótmæli gegn skoðanakúgun
Hatursáróður vinstriflokkanna gegn Framsóknarflokknum sérstaklega fælir kjósendur frá þátttöku í kosningum. Tilraunir vinstrimanna til skoðanakúgunar náðu nýrri lægð með skopmynd í Fréttablaðinu.
Oddviti VG í Reykjavík lét það út úr sér að Framsóknarflokkurinn ætti ekki heima í borgarstjórn og álitsgjafar eins og Egill Helgason sökuðu frambjóðendur Framsóknarflokksins um rasisma vegna moskumálsins.
Líkur eru á að einhverjir stuðningsmenn vinstriflokkanna sitji heima í þöglum mótmælum gegn skoðanakúgun.
Kjörsókn í Reykjavík lakari en síðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það erfiðasta í kristinni trú er að öllum líkindum að elska óvini sína. Sýna kristnir þá ekki þessa elsku með því að gera þeim þann greiða,að þeir finni á eigin skinni að óþveraframkoman hittir þá. Það þarf enga bókstafstrú til að greina að sú aðferð er rétt. Sitjum ekki heima!!!
Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2014 kl. 18:43
Kristin trú er víða um heim að verða fyrir aðkasti og óumburðarlyndi annara trúarhópa, og þá sérstaklega islam.
http://www.persecution.org/
Loncexter, 31.5.2014 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.