Dásamlegt sjálfsmorð Sjálfstæðisflokksins

Dásamlega Reykjavík, slagorð Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni, spilaði beint upp í hendurnar á  Degi B. og sitjandi meirihluta vinstrimanna. Ef Reykjavík er dásamleg þá er engin ástæða til að breyta til. Misheppnað slagorð skipti þó ekki sköpum.

Fyrirsjáanlegt afhroð Sjálfstæðisflokksins í borginni er rökrétt afleiðing af veiklyndri forystu flokksins sem heykist á því að framfylgja sjálfsstæðisstefnunni eins og hún er samþykkt á vettvangi flokksins. ESB-sinni var leiddur til oddvitasætis í höfuðborginni til að friðþægja litlum minnihlutahópi innan flokksins.

ESB-sinninn Halldór Halldórsson bauð upp á afsláttarstefnu í meginmálum, t.d. flugvallarmálinu, í takt við afsláttarstefnuna sem forysta flokksins fylgir í ESB-málinu. Halldór vildi að það yrði kosið um framtíð flugvallar í Vatnsmýri, rétt eins og hann vill kosningu það um hvort ESB-umsóknin verði afturkölluð eða ekki.

Hvorttveggja í flugvallarmálinu og ESB-umsókninni liggur fyrir eindreginn vilji almennings. Sjálfstæðisflokkurinn þorir ekki að virkja þennan vilja og kemur fyrir sjónir kjósenda eins og sannfæringarlaus gufa.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sjálfum sér í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Með slagorðinu ,,dásamlega Reykjavík" átti að fiska á miðum Bjartar framtíðar sem ræktar ímyndina um allir séu góðir við alla og aldrei komi til þess að gera upp á milli ólíkra valkosta. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki jómfrú í íslenskum stjórnmálum og passar ekki í skó kósí-stjórnmála Bjartrar framtíðar.

Sjálfstæðisflokkur málamiðlana og eftirgjafar er slappur og sauðalegur. Fylgið tætist frá flokknum til hægri þar sem snarpur Framsóknarflokkur sýndi málefnalega stefnufestu, t.d. í flugvallarmálinu, og tók óhikað afstöðu í umdeildum málum, samanber deiluna um mosku í Sogamýri. Fylgi Sjálfstæðisflokksins lak einnig til vinstri þar sem ímyndin af dásamlega Degi B. passaði vel við borgarstjórastólinn.

Staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður staða flokksins á landsvísu ef forystan heldur áfram afsláttarpólitík og eftirgjöf gagnvart hávaðasömum minnihlutahópi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, Páll...

Ég ætla ekki að fara að rökræða grein þína efnislega. Mig langar aðeins að benda á að þú segir: "ESB-sinni var leiddur til oddvitasætis í höfuðborginni til að friðþægja litlum minnihlutahópi innan flokksins".

Reyndar var það svo, ólíkt sumum öðrum framboðum, að það var prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Halldór var því ekki leiddur fram á þann hátt sem þú lætur skína í.

Hversu hentug prófkjör eru og hvernig framkvæmd þeirra ætti að vera er svo allt önnur umræða.

Emil Örn Kristjánsson, 2.6.2014 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband