Miðvikudagur, 28. maí 2014
Hvort var Egill rasisti eða (bara) dóni?
Í orðabók samfylkingarmanna er hugtakið rasisti býsna víðtækt. Þeir sem vilja ekki að moska verði reist á áberandi stað í Reykjavík, og gerð að kennileiti höfuðborgarinnar, eru rasistar samkvæmt orðabók samfylkingarmanna.
Einnig þeir sem telja að Ísland ætti ekki að taka á móti fleiri innflytjendum en landið ræður við. Þá eru þeir líka rasistar sem nota uppnefni um fólk er vísa til uppruna, trúar eða sannfæringar viðkomandi.
Egill Helgason álitsgjafi er löngum talinn handgenginn samfylkingarkreðsum. Hann kallaði konu sem hann er ósammála ,,ógeðslega rasistakellingu" á opinberum vettvangi.
Egill baðst afsökunar á ummælunum og segist ekki fá sóma af þeim, - óþarfi er að mótmæla því.
Á hinn bóginn er æskilegt að Egill og/eða aðrir aðalálitsgjafar hugarheims samfylkingarfólks leggi mat á það hvort það sé ekki rasískt að ráðast að fólki fyrir að hafa aðra sannfæringu en Samfylkingin blessar.
Rasismi er upprunalega kynþáttahyggja og vísar til kerfislægrar mismunar á grunni kynþátta. Egill og aðrar áþekkrar skoðunar hafa á hinn bóginn útvíkkað hugtakið til að það nái yfir hverskyns skoðanir sem þeir sjálfir eru mótfallnir.
Athugasemdir
Þakkir fyrir að loksins sé bent á þessa meinlegu villu hjá samfylkingarfólki. Þótt aðrar skoðanir séu reifaðar þá þýðir það ekki sjálfkrafa rasisma eða önnur uppnefni. Samræður eiga að leyfa mismunandi skoðunum að koma upp á yfirborðið en ekki að það sé ein "rétt" skoðun. Hvar er samræðupólitíkin?
Hitt er annað mál að umræða um innflytjendur, trúmál og aðlögun er hlutur sem þarft er að ræða og þá eiga allar skoðanir rétt á sér. Sama hvað samfylkingafólki finnst eða hvort það séu æskilegar skoðanir. Ef þessi mál eru ekki rædd þá er vísast að enn stærri vandamál bíði okkar í framtíðinni.
Rúnar Már Bragason, 28.5.2014 kl. 12:04
Rétthugsunarorðræðan mun alltaf að endingu lenda í öngstræti. Það sýnir þessi Saga af Agli og sú hugmynd að allir sem ekki eru sammála honum séu rasistar. Þeir hafa þrengt svo umræðugrundvöllinn að ekkert svigrúm er eftir til samræðu. Þá verða allir rasistar.
Barátta femínista er á leið í sömu ruslakörfu.
Ragnhildur Kolka, 28.5.2014 kl. 14:11
Rétt er það gott fólk,en varðandi aðra málsgrein þína Páll,um að moska verði ekki reist á áberandi stað í höfuðborginni,vil ég upplýsa að Salmani Tamani,segist sjálfur ekkert hafa beðið um umrædda lóð. Það eru þá fulltrúar borgarstjórnar,sem ákváðu nákvæmlega þann stað.
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2014 kl. 14:47
Í fyrirsögn er spurt, var, er ekki nær að spyrja, er?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.5.2014 kl. 16:57
Kynþættir eru ekki til, engar vísindalegar sannair benda til annars en að mannfólk á jörðu sé allt af sömu tegund: homo sapiens.
Þar af leiðandi er kynþáttahatur ekki til því það er ekki hægt að hata eitthvað sem er ekki til. Það er hinsvegar hægt að trúa á eitthvað sem ekki er til.
Sem þýðir að Samfylkingin er í raun og veru sértrúarsöfnuður.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.