Samfylking segir já við kúgun kvenna

Samfylkingin tekur upp hanskann fyrir trúarbrögð sem boða skefjalaust kvennamisrétti en hefur í frammi hótanir við kristnar kirkjudeildir sem amast við samkynhneigð. RÚV segir okkur þessi tíðindi.

Samfylkingin er hlynnt því að moska verði byggð við fjölfarnasta veg landsins. Múslímskt trúartákn verður þar með að kennileiti höfuðborgarinnar. 

Frambjóðandi Samfylkingar var á hinn bóginn þeirrar skoðunar að afturkalla skyldi lóðaúthlutun til rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sökum þess að kirkjan var bendluð við auglýsingu gegn samkynhneigð.

Niðurstaða: Samfylkingin leggur blessun sína yfir trúfélög sem mismuna konum kerfisbundið en rýkur upp til handa og fóta ef hallað er orði á samkynhneigða.

Þær konur sem ætla að kjósa Samfylkinguna á laugardag hljóta að gera það með stolti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Biblían er að stórum hluta skrifuð út frá karllægri sýn, þar sem litið er niður á konur, - þær eigi að þegja og hafa hægt um sig á samkomum og þær eru í boðorðinu um syndsamlega ágirnd settar inn í eigur karlmanna ásamt húsum, uxum, ösnum og öðrum lausamunum.

Hluti kristinna manna og heilir kristnir söfnuðir vitna í Biblíuna til að réttlæta andúð sína á samkynhneigð, sem sé refsiverð synd.

Í múslimatrú er slíkt einnig að finna, en jafnvel þótt í meiri mæli sé þar en í kristni, eru þáð sleggjudómar að dæma trúarbrögð eftir einstökum atriðum, sem finna má í trúarritum þeirra, sem eru bæði úrelt og brjóta þar að auki í bága við ríkjandi lög og viðhorf í landi okkar.

Ég nefni dæmi um mannréttindafrömuð, sem er múslimi og tók sér meira að segja nafnið Múhammed Ali. Ég hef kynnt mér nokkuð líf þess manns og veit ekki til þess að hann hafi "mismunað konum kerfisbundið" né heldur lagt blessun sína yfir slíkt.

Í landi okkar gilda stjórnarskrárbundin ákvæði um mannréttindi sem samþykkt voru af öllum stjórnmálaflokkum landsins á sínum tíma, - líka þeim flokkum, sem síðar mynduðu Samfylkinguna.

Margítrekað hefur komið fram í bloggpistlum síðasta árið að 87,1% landsmanna séu ekki í Samfylkingunni og má heita merkilegt ef svona ógnarlítill hluti landsmanna sem Samfylkingin er, sé slík ógn í þessum málum, sem sífellt er verið að klifa á.   

Ómar Ragnarsson, 28.5.2014 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekkert nýtt að sértrúarsöfnuðir nái að vekja á sér athygli með útblásnum og tilhæfulausum yfirlýsingum, frá því er Samfylkingin engin undantekning.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.5.2014 kl. 12:54

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Á forn grýtingar- og refsingarmenning, byggð á mannasetningum og við haldið af innrætingu trúarleiðtoga og trúaræsingamanna, eitthvað erindi inn í samfélag okkar í dag?
Hér eru landslög æðstu lög samfélagsins, en ekki einhver trúarleg lög trúarhópa.
Landslög ber að virða sem slík og ekki láta tiltekna hópa, hvorki trúarlega né aðra, komast upp með einhver einkalög sín sem stangast á við landslög. Það er kjarni málsins. 

Kristinn Snævar Jónsson, 29.5.2014 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband