Gunnar Bragi stendur ekki með sínu fólki

Til að ná árangri í stjórnmálum þarf hugrekki til að taka afstöðu í málefnum sem skipta samfélagið máli. Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík tók afstöðu í umdeildu mál; hvort moska ætti að rísa á lóð í höfuðborginni sem stendur við fjölförnustu götu landsins og gerir bænastað múslíma að kennileiti Reykjavíkur.

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík vill afturkalla lóðina, til frekari íhugunar og yfirvegunar, og fær á sig endalausar vammir og skammir frá rétttrúnaðarsinnum í Samfylkingunni. Það mátti við því búast enda hysteríubekkurinn þéttskipaður hjá vinstrimönnum.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra stendur ekki með sínu fólki þegar leggur móðursjúka fólkinu lið gegn málefnalegri afstöðu samflokksmanna. Og þetta er ekki fyrsta einkennið á skertri dómgreind utanríkisráðherra. Nýverið setti hann alkunnan ESB-sinna í embætti í Brussel.

Gunnar Bragi var ekki kosinn til að hlaða undir ESB-sinna. Þvert á móti var hann kosinn til að afturkalla ESB-umsóknina, - sem enn liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.


mbl.is Gunnar Bragi tekur undir orð Sigrúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Gunnar Bragi á heiður skilinn fyrir að standa með samþykktum og stefnuskrá Framsóknarflokksins, lögum og reglugerðum þessa lands, alþjóðasáttmálum um mannréttindi og bara almennu siðgæði.

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.5.2014 kl. 09:00

2 Smámynd: Jón Bjarni

Það er náttúrulega ótækt að maðurinn taki stöðu með mannréttindakafla stjórnarskrárinnar, gegn nokkrum flokksfélögum.. hvað er maðurinn að spá?

Jón Bjarni, 27.5.2014 kl. 12:36

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvergi í stefnuskrám né í samþykktum Framsóknarflokksins er minnst á að Framsóknarflokkurinn styðji byggingu mosku með níu metra háum kallturni, á einum mest áberandi stað í höfuðborginni.Það er einfaldlega rangt hjá Gunnari Braga og Sigrúnu Magnúsdóttur.Enda hafa þau ekki getað lagt neitt fram sem styður málflutning þeirra.Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæði að þær moskur sem byggðar yrðu þar skyldu vera turnlausar.Sviss er eins og allir vita það ríki í veröldinni sem flest alþjóðasamtök hafa aðsetur.Ekki er að sjá að Svisslendingar hafi orðið fyrir neinum vandræðum vegna afstöðu sinnar.Enda eiga þegnar hvers lands að hafa mest um það að segja hvað þeir vilja hafa í landi sín.En Gunnar Bragi skrifar ekki nýja stefnuskrá Framsóknarflokksins.Ekki heldur Sigrún Magnúsdóttir.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 16:52

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

það er EKKI rétt að hann (framsóknarflokkurinn) hafi verið "kosinn til að afturkalla ESB-umsóknina" - kannski kaust þú hann til þess - flestir kusu hann vegna þess að hann (framsóknarflokkurinn) ætlaði að lækka skuldir okkar um 200-300 milljarða og fleira.

Rafn Guðmundsson, 27.5.2014 kl. 17:30

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverju ertu að halda fram Rafn,segir Sigurgeir nokkuð um hversvegna þessi mikli fjöldi kaus Framsóknarflokkinn. Auðvitað vitum við að ástæðan var vegna einurðar þeirra gegn ESb.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2014 kl. 18:13

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það þarf sérkennilegt innræti til að hafa það sem upplegg í pólitík að traðka á grunnréttindum hóps bara af því að maður metur það svo að viðkomandi hópur sé svo veikur fyrir að hann fái engum vörnum viðkomið og öllum sé alveg sama.

Svo halda menn áfram að leggja útaf guðspjallinu - og þá eru þeir sem vilja að staðið sé vörð um grunnréttindi sem snúa hreinlega að mannréttindum í prinsippinu - að þeir eru orðnir ,,histerískir"?!

Hverskonar málflutningur er þetta?

Hvað á svona framkoma að þýða?

Menn hljóta að þurfa að hata sína eigin þjóð ótrúlega mikið til a láta svona frá sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 18:55

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ómar Bjarki,besti bloggóvinur minn,ef svo má segja!! Við gætum tekið upp léttara hjal/skrif um þennan langþrætu hund, þú segir; JÚ-ÉG NEI-aftur jú,nei,jú,nei,jú.nei,jú,nei,jú,nei,jú,nei,jú NEI.:"Sagan endalausa"

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2014 kl. 21:11

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vil ég eigi goð geyja.

Grey þykir mér framsjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 22:21

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig getur hús með 9 metra háum turni orðið að "kennileiti borgarinnar"?

Þriggja hæða íbúðarhús á kjallara er hærra en þetta. Turnspíra Hallgrímskirkju, 75 metra há, gnæfir í meira en 100 metra hæð yfir sjó og sést allt vestur á Mýrar, upp á Skaga og Kjalarnes, Mosfellsheiði suður á Suðurnes.

Landakotskirkja er 30 metra há og gnæfir í 52ja metra hæð yfir sjó.   

Ómar Ragnarsson, 27.5.2014 kl. 22:33

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guði sé lof að ekki verður reistur enn einn Íslands-spilavítisbankinn þarna á Moskustað.

Hélt annars að það væri búið að ganga frá þessum lóðamálum, og samningar eiga að standa ó-eftirábreyttir? Mér skilst að sumir innan borgarstjórnar hafi setið hjá, í atkvæðagreiðslunni um málið.

Hef kannski misskilið þetta eitthvað.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 27.5.2014 kl. 22:54

11 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

"Kennileiti borgarinnar"?

Já og við skulum ekki leyfa þessum múslimum að þvælast fyrir á götunni, þeir gætu orðið "kennileiti borgarinnar" og ferðamenn farið að ruglast í rýminu. Hér skal bara hafa 100% hreinræktað íslenskt blóð og grasivaxnir burstabæjir við aðalgötur bæjarins...!

Jean Rémi Chareyre, 27.5.2014 kl. 23:34

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl aftur,nei Jean ekki ýkja svona,við Íslendingar höfum aldeilis auðgað vort kyn með blóðblöndun við Dani,Þjóðverja ofl á fyrri hluta seinustu aldar-.Er ekki verið að deila um mosku við borgarhliðið frá austri,? Stórfelldar breytingar,eins og að úthluta mosku á þessum stað sýnir virðingarleysi valdhafa á aldagamalli kristinni þjóð.Það þarf ekki að gnæfa til að það sjáist um leið og rennt er inn í höfuðborgina Ómar Ragnarsson. --Það sem Evrópusinnum gengur til er að veikja mótstöðuna gegn innlimun í Esb. með aðferðum sem kenndar eru við andlegt ofbeldi. ---

Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2014 kl. 00:46

13 Smámynd: Einar Karl

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að sjá að stækustu ESB-andstæðingar séu jafnframt haldnir íslamofóbíu. Málflutningur manna eins og PV hefur einmitt einkennst af hatursmengaðri einangrunarhyggju og ótta við allt sem getur talist útlenskt.

Einar Karl, 28.5.2014 kl. 08:31

14 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Moska er "virðingarleysi á aldagamalli kristinni þjóð"?
Í hjarta Reykjavíkur stendur yfirgnæfandi kirkja sem heitir Landakotskirkja. Þessi kirkja er kaþólsk. Er hún ekki þá "virðingarleysi á aldagamalli lúterskri þjóð"?
Sumir íslendingar trúa ekki á guð, er það ekki "virðingarleysi á aldagamalli kristinni þjóð"?
Og svo lengi mætti telja...

Jean Rémi Chareyre, 28.5.2014 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband