Mánudagur, 26. maí 2014
Hljóðlátt hrun Sjálfstæðisflokksins
Í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 33 prósent fylgi og það þótti lélegt. Núna er flokkurinn með rétt rúm 20 prósent stuðning.
Hrun Sjálfstæðisflokksins er hljóðlátt, fáir ræða það eða reynir að berjast gegn fyrirsjáanlegri niðurstöðu næstu helgi. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er eins og vinafár gamall karl kominn í kör og saddur lífdaga.
Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er karlægt gamalmenn sýnir litli Framsóknarflokkurinn snerpu og pólitíska ákefð að setja mál á dagskrá og bjóða valkosti við meirihlutaræði vinstrimanna í höfuðborg Íslands.
Sterkari í kosningum en könnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trú Páls á Framsóknarflokkinn er krúttleg. En eins og fram kemur í fréttinni mælist fylgi framboðs Framsóknarflokks og flugvallarvina 5.3%. „Snerpan" og hin„pólitíska ákefð" sem Páll talar um virðist ekki vera að virka, einhverra hluta vegna.
Wilhelm Emilsson, 26.5.2014 kl. 20:55
vonandi verður sjálfstæðisflokkurinn bráðum svona lítill og krúttlegur eins og framsókn
Rafn Guðmundsson, 26.5.2014 kl. 22:33
Í Alþingiskosningunum árið 2013 var Framsóknarflokkurinn með 24,4% og er með núna með 5% í borginni. Það er einn meira og ógnvænlegra hrun en hjá samstarfsflokknum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.5.2014 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.