Sunnudagur, 25. maí 2014
Vextir eru viðbrögð; mínusvextir í mínushagkerfi evrunnar
Núllvextir síðustu missera beggja vegna Atlantsála eru vegna kreppunnar. Núllvextir áttu að koma hjólum atvinnulífsins í gang á ný og eru um það bil að gera það í Bandaríkjunum og Bretlandi. Í framhaldi hækka vextir enda núllvextir stórhættulegir til lengri tíma.
Á evru-svæðinu, sem 18 af 28 ESB-ríkjum tilheyra, stefnir í að vextir verða mínus. Peningar sem viðskiptabankar eiga í Seðlabanka Evrópu mun bera refsivexti.
Evru-hagkerfið er í lamasessi með engan vöxt, hátt atvinnuleysi og verðhjöðnun - sem gerir skuldabyrðina enn þyngri.
Vextir eru viðbrögð við efnahagsástandi. Á evru-svæðinu er viðvarandi kreppa, sem mun ekki greiðast úr í náinni framtíð.
Býst við vaxtahækkunum í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er greinilegt að hagfræðiþekkingin þín er við frostmark
Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2014 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.