Rasismi og mannasiðir

Illu heilli haga sumir áhorfendur sér illa á kappleikjum og láta niðrandi ummæli falla um andstæðinginn. Einatt eru dregin fram einhver einkenni á leikmönnum, s.s. hæð, vaxtarlag, hár eða annað, og orð höfð í frammi sem ekki eru prenthæf.

Fyrir all nokkrum árum sagði einstaklingur, sem síðar varð þingmaður, það um leikmann, sem skipt hafði um lið, að greindarvísitalan hafði hækkað í báðum liðum við félagaskiptin. Viðkomandi leikmaður var með það orð á sér að vera ekki gáfur sem þvældust fyrir honum. Ég varð vitni að þessum orðum, sem féllu í KR-stúkunni.

Skortur á mannasiðum áhorfenda nær allt niður í yngri flokka. Þar heyrast glósur um börn sem enginn fullorðinn ætti að láta sér um munn fara.

Ekki er ástæða til að efast um orð Pape Mama­dou Faye, að hann hafi fengi það óþvegið vegna uppruna síns og útlits. Rasismi er það á hinn bóginn ekki heldur landlægur skortur á mannasiðum áhorfenda á kappleikjum.

Það hefði verið rasismi ef Pape hefði ekki fengið að spila vegna uppruna síns. En hann var á vellinum og ábyggilega einhverjir hvítir strákar á bekknum. Pape fékk að njóta hæfileika sinna. Skilgreining á rasisma er að einstaklingar fái ekki að njóta hæfileika sinna vegna upprunans.

 


mbl.is Rasismi vandamál á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Oddfellowreglan á Íslandi er dæmi um Rasmistma. Þar fær litað fólk ekki inngöngu.

Ómar Sigurðsson, 24.5.2014 kl. 20:27

2 Smámynd: Aztec

Blökkumaðurinn segir við Íslendinginn:

"Þegar þú fæddist, varstu fjólublár. Þegar þú verður veikur, verðurðu grænn í framan. Þegar þú ferð út í sólina, verðurðu brúnn. Þegar þú ferð hjá þér, verðurðu rauður. Þegar þú deyrð, verðurðu bleikur.

Og svo segirðu, að ég sé litaður." 

Aztec, 24.5.2014 kl. 23:22

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú vex úr grasi kynslóð barna múslíma, sem upplifa að oddviti eins elsta stjórnmálaaflslandsins í landinu stendur í því að taka lóð af múslímum sem gefin var þeim af stjórnmálamönnum í Reykjavík. Að nota moskuhatur og múslímaóþol  er líka vottur um rasisma og skort á mannasiðum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.5.2014 kl. 01:56

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þeim flökrar ekki við að sýna borgarbúum virðingarleysi ,svo ég sleppi því að kalla það ,,hatur,,við kjósendur sína að gera svona hluti án samráðs,þegar þeir heimta sjálfir kosningar um hvaðeina sem ríkisstjórnin ákveður.. Blessuð börnin þeirra og okkar munu sjá hverjir eru að eyðileggja friðinn. Engu er líkara en þessir menn sækist eftir að flytja út lífsbjörgina okkar og inn óhamingju með ,dassi, af lítilsvirðingu eldri Íslendinga. Ef það er ekki rassismi,heiti ég Ísafold.

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2014 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband