Laugardagur, 24. maí 2014
Efnahagsmál skipta ekki sköpum í pólitíkinni
Víst er þjóðarskútan komin skrið í merkingunni að nærfellt allir hagvísar benda í rétta átt. Hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, lækkandi skuldir einkaaðila og lág verðbólga eru í hagspám næstu missera.
Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. ættu á hinn bóginn að hafa hugfast að síðasta ríkisstjórn bjó að þokkalegu orðspori í atvinnu- og efnahagsmálum en galt engu að síður afhroð í þingkosningunum fyrir ári.
Það eru ekki efnahagsmálin sem skipta sköpum í pólitíkinni. Sjálfsmynd þjóðarinnar eftir hrun er meginviðfangsefni stjórnmálanna. Síðasta ríkisstjórn klúðraði því viðfangsefni í Icesave-málinu, í stjórnarskrárumræðunni og með ESB-umsókninni.
Sitjandi ríkisstjórn fær gula spjaldið í sveitarstjórnarkosningunum eftir viku. Ef ríkisstjórnin gyrðir sig ekki í brók fer illa fyrir henni að þrem árum liðnum.
Þjóðarskútan sé komin á skrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lutum ykkur lítilþæg,-er í landinu sóttuð að ríkja,-heimatökin verða þá hæg,-að henda út aftur ef svíkja.
Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2014 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.