Föstudagur, 23. maí 2014
Lissabonsáttmála breytt í Reykjavík
Lissabonsáttmálinn er ígildi stjórnarskrár Evrópusambandsins. Í sáttmálanum segir skýrt og skorinort að Evrópusambandið fari með forræði yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkja. Í útgáfum ESB er útskýrt hvernig ESB breytir fiskveiðistefnu sinni í takt við þau sjónarmið sem ríkjandi eru hverju sinni.
Lissabonsáttmálanum verður ekki breytt nema öll aðildarríki sambandsins samþykki slíkar breytingar. Því er það kúnstugt, svo ekki sé meira sagt, að sérfræðingur á vegum Evrópustofu ákveði á fundi í Reykjavík að sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins myndi ekki gilda fyrir Ísland ef við yrðum aðilar að ESB.
Er ekki kominn tími til að ESB-sinnar læri að lesa?
Athugasemdir
Er byrijað að veifa gulrótum fyrir framan nefið á okkur.
Helga Kristjánsdóttir, 23.5.2014 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.