Efnahagskraftaverk og pólitísk lömun

Hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, lág verðbólga, lækkandi skuldir fyrirtækja og heimila eru ótvíræðar vísbendingar um að Ísland eftirhrunsins sé efnahagslegt kraftaverk.

Enn merkilegra er þó að þessi árangur í efnahagslífinu næst í pólitísku umhverfi sem einkennist af lömun. ESB-málið er þar skýrasta dæmið. Vinstristjórnin sótti um ESB-aðild sumarið 2009 en komst hvorki lönd né strönd. Núverandi ríkisstjórn, sem beinlínis var kosin til að afturkalla misheppnuðu umsóknina, gat ekki komið því lítilræði í verk.

Ástæðan fyrir efnahagskraftaverkinu liggur ekki í stjórnarfarinu heldur sterkum innviðum. Þar er krónan lykilatriði en samheldni og þjóðarsamstaða í stærstu málum, t.d. í andstöðunni við að ganga í Evrópusambandið, skipti sköpum.


mbl.is Skuldir einkageirans lækka enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski - en ég er á þeirri skoðun að við hefðum ekki þurft neitt 'efnahagskraftaverk' ef við værum í ESB.

Rafn Guðmundsson, 22.5.2014 kl. 13:15

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei, ekki persónulega,Sarkozy fyrrum forseti Frakklands finnst nóg um laun starfsmanna Esb.en þar eru (mig minnir) 10,000 með hærri laun en Frakklands forseti. en ofursamabandið þarf sífellt að vera að launa mönnum fyrir vinnu sína við að stækka drekann,svo og að búa til hinar fáranlegustu reglur,sem Sarkozy kallar heimskulegar við þekkjum nokkur dæmi.

Helga Kristjánsdóttir, 22.5.2014 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband