Fótósjoppaður ESB-sinni selur ekki

Um alla borg eru stórar ljósmyndir af Halldóri Halldórssyni oddvita Sjálfstæðisflokksins og yfirlýstum ESB-sinna. Eins og algengt er í auglýsingamennsku eru ljósmyndirnar ,,fótósjoppaðar", lagaðar til rafrænt.

Halldór reyndi líka að ,,fótósjoppa" sannfæringu sína - kallar sig núna ,,viðræðusinna."

Könnun í dag sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn er með rétt rúmlega 20 prósent fylgi í höfuðborginni.

Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að ESB-sinnar höfða ekki til kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Trix með ,,fótósjoppi" á menn og málefni duga ekki til selja óseljanlega vöru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Páll, þessi röksemdafærsla þín gengur ekki upp - ef ESB sinnar höfða ekki til kjósenda Sjálfstæðisflokksins - hvað eru þeir þá að fara kjósa í Reykjavík?

Jón Bjarni, 20.5.2014 kl. 17:31

2 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Já ekki eru þeir kjósendur í Reykjavík sem eru á móti ESB að fara að kjósa Framsóknarflokkinn, nema auðvitað að þeir séu ekki fleiri en þetta. Flokkarnir sem hafa ESB aðild á stefnuskrá sinni eru að ná bestum árangri, en ég held reyndar að ESB sé almennt mjög fjarri huga kjósenda í sveitarstjórnarkosningum. Skýringarnar eru því allt aðrar.

Halldór Þormar Halldórsson, 20.5.2014 kl. 17:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef Esb.sinnar eru að ná bestum árangri Halldór,er það vegna afsiðunar þjóðfélagsins,sem þeir eiga mestan þátt í skapa. ESB,sinnar ganga undir skrímslinu í Evrópu og kreista úr þeim stirtlurnar til óhæfuverka gegn Íslandi OG það undarlegasta þeir skammast sín ekkert.--

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2014 kl. 18:25

4 Smámynd: Jón Bjarni

Ert þú að tala um skrímslið sem vann friðarverðlaun Nóbels fyrir tveimur árum Helga?

Jón Bjarni, 20.5.2014 kl. 22:09

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Jón Bjarni! Búið að semja svo ég get drollað fram eftir og svarað þér. Ég gef lítið fyrir friðarverðlaun Nobels,til sambands sem þenur og eykur yfirráð sín út um alla Evrópu og beitir til þess hljóðlátu vopni sem Evra heitir og að sögn er ekki að gagnast neinum nema Þýskalandi og Frakklandi að ráði. -- ESB er yfirþjóðlegt apparat og ég fæ leið á að skrifa það æ,oní,æ ,því áherslan er auðvitað hvað það leyfir sér í krafti stærðar og auðs. Endilega dubba það upp með fryðarverðlaunum skrímslið sem notar auðinn sem það sankar að sér til að kúga fámennar þjóðir,eins og Ísland ,sem það heldur að geti meinað að veiða Makríl við bryggjusporðinn. Hvað búa margir á Evrusvæðinu,?

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2014 kl. 23:57

6 Smámynd: Elle_

En hvað lá á bak við það, Jón Bjarni?  Hinn mikli friður þar sem fólk kastar sér út um glugga í örvæntingu?  Næst verður æsingafylking Jóhönnu og Össurar og co. sæmd, eða hvað?

Elle_, 20.5.2014 kl. 23:59

7 Smámynd: Elle_

Og vopnið sem þetta mikla friðarbandalag beitir er ekki bara evra, en líka drottnun og þvingun gegn minni ríkjum sem þeir vilja ná á sitt vald.  Refsingar gegn Færeyjum og Íslandi vegna fisks í eigin fiskveiðilögsögu, ólögmætt ICESAVE sem þeir voru svo ósvífnir að kalla lán, og skuld (í takt við Captain Johanna Sig og RUV), etc, etc.  Merkilegt hvað fullveldisframsalssinar eru staurblindir.

Elle_, 21.5.2014 kl. 00:39

8 Smámynd: Jón Bjarni

Það er nú ágætt ef menn geta gert lítið úr hörmungum tugmiljóna ef ekki fleiri. Evrópa var stríðshrjáðasta heimsálfa veraldar. Eftir seinna stríð settust menn niður og ákvaðu að þetta gengi ekki lengur. Eitthvað yrði að gera. Niðurstaðan var sú að rót vandans væri að mestu efnahagsleg, misskipting og annað. Lausnin var sú að koma upp bandalagi sem ynni að því markmiði að sameina álfuna efnahagslega svo hægt væri að koma í veg fyrir heimstyrjöld númer þrjú. Þá varð kolabandalagið til, undanfari þess sem seinna varð ESB. Frá því að kolabandalagið varð til og síðar erfinginn ESB hafa aldrei nokkurn tíma brotist út átök milli þeirra ríkja sem þar hafa haft aðild. Þetta varð til löngu á undan Evru. ESB hefur átt stóran þátt í því að draga fátæk Austur Evrópuríki til nútímans og til velsældar. Það sorglegt að lesa svona þvætting byggðan á fávisku eins og borin er fram hér og megið þið hafa skömm fyrir.

Það er sjálfsagt að vera á móti inngöngu Íslands í ESB, en að tala um sambandið, sem svo sannarlega á stóran þátt í því að friður hefur ríkt meira og minna í álfunni síðustu áratugi sem eitthvað skrímsli og gera að því grín þegar minnst er á þau verðlaun friðar sem það fékk fyrir þátt sinn í friði í Evrópu - er ömurlegt

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 01:20

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elita friðarbandalagsins er sem stendur upptekin í austri á átakasvæðinu í Ukraínu. Réttlæti fullveldisframsalssinna einskorðast og markast af því sem er Esb.í vil. Réttindi Íslands eru fyrir borð borin,þótt skrifað standi í Vínarsáttmálanum,að sendiráð eða hverskonar áróðursstofur erlendra eru bönnuð hér. Það skal engin segja mér að þeir leggi ekki til fé og ráð til að vinna að því að svolgra landið í sig. Voru ekki sveitastjórar boðnir í musterið í Brussel nýverið,? Allir þekkja taktinn þeirra í öðrum löndum,þar sem kosið var aftur og aftur þar til menn gáfust upp. LÁTUM ÞAÐ ALDREI HENDA OKKUR ELLE OG AÐRIR GÓÐIR SAMHERJAR,

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2014 kl. 01:38

10 Smámynd: Elle_

Kannski ömurlegt, Jón Bjarni, en sambandið er líka ömurlegt þvingunar- og yfirgangssamband og ætti síst að fá friðarsæmd.

Elle_, 21.5.2014 kl. 01:42

11 Smámynd: Jón Bjarni

Helga, ég var eingöngu að svara þessu commenti þínum að ESB væri skrímsli, það er ekki skrímsli og það er svona nokkurn veginn samdóma álit allra þeirra sem hundsvit hafa á mannkynssögu síðustu aldar að tilurð þess sé það sem loks kom á friði í álfunni og tilvera þess er það sem hefur haldið þann frið. Úkraína er ekki í ESB, bara svo því sé haldið til haga, ESB kom ekki þeim átökum af stað. Ég ætla svo ekki að eyða tíma mínum í að ræða einhverjar samsæriskenningar.

Það má vel vera að þér finnist það Elle, ég ætla samt að leyfa mér að efast um það að lífsgæði þín í dag væru betri en þau eru ef Evrópa hefði haldið áfram sundruð á sömu braut og hún var á í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.

Hér kemur skýring norsku nóbelnefndarinnar á því afhverju sambandið hlaut þessi verðlaun

"The 2012 Nobel Peace Prize was awarded to the European Union (EU) "for over six decades [having] contributed to the advancement of peace and reconciliation, democracy and human rights in Europe" by a unanimous decision of the Norwegian Nobel Committee.

The decision highlighted the reconciliation of France and Germany, stating that "over a seventy-year period, Germany and France had fought three wars. Today war between Germany and France is unthinkable. This shows how, through well-aimed efforts and by building up mutual confidence, historical enemies can become close partners." The decision also highlighted the EU's contribution to the "introduction of democracy" in Greece, Spain and Portugal, the advancing of democracy and human rights in Turkey, the strengthening of democracy in Eastern Europe following the Revolutions of 1989 and overcoming of "the division between East and West" and ethnically based national conflicts, and finally the EU's contribution to the "process of reconciliation in the Balkans"

Það þarf mikinn vilja og mikið hatur til að ætla vera ósammála þessum augljósu staðreyndum.

Það svo hvort Ísland á að fara þarna inn er annað mál - en hvernig væri þá bara að ræða það málefnalega í stað þess að vera alltaf í þessum hallærislega hræðsluáróðri

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 01:51

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já skrímsli það er stórt og vekur ugg,sérstaklega þegar það beitir afli sínu og hugsar ekki eins og einstaklingur. Ég svaraði á móti að ég væri leið á að skrifa ESB og

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2014 kl. 03:14

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pistillinn skilaði sér ekki allur. ---

Helga Kristjánsdóttir, 21.5.2014 kl. 03:17

14 Smámynd: Elle_

Jón Bjarni, ég mótmælti ekkert ætluninni með stofnun kolabandalagsins.  Og ég segi ekki að ekki sé neitt gott fólk þarna eins og í öllum löndum.  Hinsvegar er gamla kolabandalagið ekki neitt kolabandalag lengur og friðarætlunin löngu farin út um þúfur.  Og hver er með hræðsluáróður nema framsalssinnar sjálfir?  Það væri efni í nokkra kafla.  Við Helga vorum ekki með neitt slíkt. 

Við erum að tala um drottnun og yfirgang, og þvingunarvald sem þeir beita í krafti stærðar gegn minni ríkjum, ekki bara hvað okkur finnst.  Þú minnist aldrei á ólögmætan yfirgang þeirra, yfirvöðslu þeirra, gegn Færeyjum og Íslandi.  Nei, þú eyðir þessu og vilt bara tala um hið mikla friðarbandalag.  En þetta friðarsamband þitt er vargur, í peninga- og fiskstríði við minni ríki.  Norska Nóbelsnefndin missti algjörlega af þessum yfirgangi þeirra, enda voru evrópskar ríkisstjórnir og þar með taldar allar ríkisstjórnir Norðurlanda, nema Færeyja, búnar að úrslita sekt okkar í ICESAVE-málinu og voru gegn okkur í makrílmálinu. 

Once again, the toothless committee of unexceptional Norwegians has bestowed the world’s highest honor not for achievement, but for expectation.

Óþarfi að halda fram að þeir hafi ekki ýtt undir vanda Úkraníu og skiptir engu máli að Úkraína er ekki enn inni í þeirra sambandi.  Öfugt við hefur það verið rökstutt að þeir ýti undir ófriðinn í Úkraínu.  Þeir sem vilja öllu ráða, líka stórveldinu Rússlandi.

Elle_, 21.5.2014 kl. 11:18

15 Smámynd: Jón Bjarni

Vandamálið í Ukraínu er að þar vildu menn frekar halla sér að ESB en stóra bróður í vestri - það gátu Rússar ekki sætt sig við. Megintilgangur ESB er að viðhalda og koma upp sameiginlegu evrópsku efnahagssvæði, þar sem för fólks, fjármagns, þjónustu og vöru er frjálst - með því er útrýmt þeim hvata sem ríkin hafa til þess að standa í ófriði við hvort annað, það er, hefur verið og verður megintilgangur sambandsins og það er það sem heldur friðinn í álfunni.

Þú talar um yfirgang gangvart minni ríkjum, samt er það nú svo að t.d. við íslendingar njótum þessa frelsis gagnvart ESB í mun meira mæli en við veitum í hina áttina. Þannig eru t.d. fjölmargar undanþágur sem ESB hefur veitt okkur í vöruviðskiptum, við fáum þannig t.d. að selja mun meira tollfrjálst inn á svæðið en við leyfum að flutt sé tollfrjálst hingað - ég vísa þessum áróðri um yfirgang beint til föðurhúsanna. Auðvitað er margt neikvætt við ESB, miðstýringin er ansi fyrirverðamikil, nýr einkaleyfadómstóll vekur upp spurningar, hugmyndir um skatt á fjármagnsflutninga ásamt ýmsu öðru. Jákvæðar hliðar eru svo gríðarleg vinna í því sem hægt er að kalla vernd launþega, vernd neytenda, reglur sem koma í veg fyrir einokun og samkeppnisbrot stjórfyritækja, reglugerðir sem koma í veg fyrir okur í verði á fjarskiptaþjónust, styrkir til samgöngubóta auk ótal margs annars. Menn þurfa að fara ræða þessi mál af einhverri skynsemi. Ég persónulega gæti talið upp ótal rök gegn ESB sem enginn minnist á hér vegna þess að þeir eru of uppteknir af áróðri og rugli sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Ég er nýkominn heim frá Kanaríeyjum, eyjarnar eru skilgreindar sem jaðarsvæði vegna fjarlægðar sinnar frá meginlandinu, á grundvelli þess hefur ESB styrkt umbætur á samgöngum gríðarlega, þar hefur á nokkrum árum verið komið upp frábæru kerfi samgangna, þar sem ótal göng hafa verið gerð og hraðbrautir lagðar, mest á kostnað ESB - er það gert til þess að jafna stöðu þeirra sem þeir búa gagnvart þeim sem búa þar sem fjarlægðir eru minni og samgöngur auðveldari.. Svo dæmi sé tekið. ESB stendur vörð um meðlimi sína og það styður þau í sinni baráttu - það er það sem þeir gera í makríldeildunni og það sem sambandið gerði í t.d. ICESAVE - stóð vörð um þá sem það á að standa vörð um

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 12:43

16 Smámynd: Jón Bjarni

Stóra bróður í Austri, átti þetta nú að vera

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 12:43

17 Smámynd: Elle_

Og nú ætlarðu að koma með tollarökleysu JÁ-ara.  Í alvöru nenni ég ekki að rökræða við fullveldisframsalssinna sem nota rökleysu.  Og þræta fyrir yfirgang Brussel í þokkabót.  Tollasamband við Brussel mun engu skipta fyrir okkur miðað við að vera fullvalda ríki.  Kannski þú sért einn af þeim sem veist ekki að Tollskráin er alþjóðasamningur?  Íslensku vörugjöldin yfirgnæfa alla tolla.  Og stjórnmálamennirnir okkar geta sjálfir lækkað vörugjöldin.  Mér er líka nokkuð sama þó þú vísir yfirgangi Brussel til föðurhúsanna, en það eru ekki 10 nýlenduveldi innan þessa sambands fyrir ekkert.

Við hin viljum ekki lokast innan tollamúra þvingunarveldis sem fer illa með minni ríki, líka sambandsríkin (Grikkland, Írland, Kýpur, Portúgal, etc.) þar sem Frakkar og aðallega Þjóðverjar hafa yfirráð.  Við ætlum að vera frjáls og fullvalda og gera okkar utanríkissamninga sjálf.  Það tækju þeir af okkur líka, með fullveldinu og fiskveiðilögsögunni, værum við svo vitlaus að gera það sem þið viljið.  Þú ert bersýnilega heitur framsalssinni þó þú hafir fyrst talað vægt um viðræður.  Það eru engir samningar og engar samningaviðræður, það eru Brussellög- og yfirráð, eða fullveldi.  Þú getur alveg flutt og látið fullveldi okkar í friði.

Elle_, 21.5.2014 kl. 14:01

18 Smámynd: Jón Bjarni

Ég ætla ekki að rökræða við þig um það hvort Ísland eigi að vera inni í ESB eða ekki, ég sjálfur hef ekki metið það hvort við eigum að fara þarna inn eða ekki - ég mótmæli hinsvegar skrímslavæðingu ESB, hún er bull. Þú hefur augljóslega mynda þér skoðun, fullyrðingaflaumurinn ber þess augljós merki - það virðist ekki skipta þig miklu máli hvað af honum er rétt og hvað ekki. Áhugi þinn á efninu virðist augljóslega vera sá að leita uppi eitthvað sem styður þína skoðun í stað þess að skoða málið frá báðum hliðum.

Hér í fyrra innleggi reyndi ég að benda á að ég er sammála því að það er ýmislegt aðfinnsluvert við ESB, það eru sumsé kostir og gallar - þú virðist fullkomlega ófær um að ræða málin með þeim hætti og þá er öllum tilraunum til þess augljóslega sjálfhætt af minni hálfu.

Góðar stundir

Jón Bjarni, 21.5.2014 kl. 14:43

19 Smámynd: Elle_

Heiðarlegt væri að þú segðir bara að þú vildir framselja fullveldið, en þessi friðar- og tollaáróðursflaumur þinn er óþolandi og stenst ekki.  Og alltaf jafn merkilegt hvað koma miklar brenglanir, ef ekki beinar lygar frá ykkur.  Vonandi flyturðu á meginlandið og lætur fullveldi okkar í friði.

Elle_, 21.5.2014 kl. 17:02

20 Smámynd: Reputo

Jón Bjarni, það þýðir ekkert að tala við þetta fólk (taki til sín sem eiga). Það er búið að velja sér lið og þar við situr. Sjáðu t.d Elle sem er með skæting og svarar með upphrópuðum hræðsluáróðri sem stenst enga skoðun. Þetta fólk vill ekki skoða málin hlutlaust, taka til greina ábendingar um rangfærslur, meðtaka nýjar upplýsingar og þess háttar. Það er búið að ákveða að ESB sé vont þótt að innganga mundi bæta lífskjör almennings gríðarlega, þótt engin þjóð innan ESB líti ekki á sig sem fullvalda þjóð, þótt að þjóðir geti gengið úr ESB, þótt að ESB sé einn aðal löggjafi okkar í dag og svona mætti áfram telja. Þú munt fyrr sjá íslenskan pólitíkus viðurkenna eigin mistök (hefur ekki gerst í lýðveldissögunni að því ég best veit) en staðfastan einangrunarsinna taka sönsum og eiga uppbyggilegar og vitrænar samræður.

En okkur til huggunar að þá er þetta til hópa eldra fólk sem sér heiminn kannski ekki með sömu augum og þeir sem yngri eru. Þetta er að miklu leiti sama fólkið og styður t.d. ríkiskirkju fyrirkomulagið og því fer þessum risaeðlum fækkandi með hverjum deginum sem líður.

Reputo, 22.5.2014 kl. 00:00

21 Smámynd: Þór Örn Víkingsson

Það er aðdáunarvert og raunar merkilegt þegar skynsamir menn nenna að ræða efnislega við nettröll.

Þór Örn Víkingsson, 22.5.2014 kl. 00:16

22 Smámynd: Elle_

Eldra tröllið Sighvatur Jónsson að ofan er bara sprenghlægilegur.  Hinsvegar er alger óþarfi að vera endalaust að ræða við ykkur landsölumenn.  Jón Bjarni kallar það að vera ófær um að ræða kosti og galla þessa þvingunarveldis en ég kalla það að vera óviljugur að ræða það við ykkur út í hið óendanlega.  Við erum búin að vera að ræða það og ræða það og lemja höfðinu í veggi of lengi.

Elle_, 22.5.2014 kl. 01:04

23 Smámynd: Elle_

Hvað kemur annars einangrun fullveldi við, Sighvatur (00:00)?  Það er svona heimskuáróður og skætingur (talandi um skæting), og ekki síst heimtufrekja, sem gerir það að verkum að það er útilokað að ræða við ykkur.   Það eruð þið sem viljið einangrast innan þessa sambandsveldis og orðið einangrunarsinni passar alveg við ykkur.  Hinsvegar, hver er nettröll, Þór Víkingur?  Jón Bjarni (sem er með link beint inn í forsíðu Moggabloggs) eða Sighvatur að ofan sem kallar sig e-u undarlegu heiti?

Elle_, 22.5.2014 kl. 11:22

24 Smámynd: Þór Örn Víkingsson

Kæra "Elle",

Ég vil nú gerast svo djarfur að umorða spurningu þína til mín:

Hver er nettröll?

a. Er það Jón Bjarni sem kemur fram undir fullu nafni og  mynd?

b. Er það Sighvatur "Reputo" sem tjáir sig undir fullu nafni, en ekki mynd?

c. Er það Þór Örn Víkingsson sem kemur fram undir fullu nafni og mynd?

d. Er það "Elle" sem birtir hvorki nafn né mynd?

 Bestu kveðjur, Þór.

PS. Ó og meðan ég man. Ég sé að þú ert gædd töluverðri lesblindu úr því þér tekst að mislesa nafn mitt sem Þór Víkingur. Það er því ekki að undra að þér verði stundum á að leggja rangt út af orðum annarra, gera þeim upp skoðanir og telja þær ýmist lygar eða sprenghlægilegar.

PPS. Að eiga skoðanaskipti við nettröll er eitt, en að nenna að rökræða skriflega við lesblind nettröll ber vitni um nær óendanlega þolinmæði og kærleika.

Þór Örn Víkingsson, 23.5.2014 kl. 23:55

25 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvers vegna muntu huggast,þótt við deyjum á undan þér/ykkur ef allt er með felldu,”Að ungur má en gamall skal” - Varla hefur þú og þínir líkar reiknað með að þið hefðuð allt ykkar fram gegn lýðræðisríkinu smáa,í svona stóru máli. Þetta fólk, “sem vill ekki skoða málið hlutlaust” ..... og líða ísenskum vinstrimönnum að svíkja fullveldi Íslands i hendur yfirþjóðlega valdinu,hefur allt til þessa dags verið heiðarlegt,en að sama skapi hefur Vg. svikið kjósendur og ekki nóg með það gengið í liðs með fjármála -Gömmum- og með því reynt að hneppa þá í þrældóm.---Englendingar eru búnir að fá nóg af ESB. Íhaldsflokkur þeirra vann stórlega á í kosnigunum núna.

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2014 kl. 01:25

26 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jón Bjarni, nýlega lokaði ég Bloggi mínu,var svona í fikti að sjá hvernig það funkerar,en þá bar svo við að í hvert skipti sem ég hleypti ath.semd af,kom upp villa og ég þurfti að logga mig inn aftur,en það skiptið sem skrímsla færslan og heilmikið meira,tókst ekki betur til en það þurrkaðist allt út nema byrjunin.En við höfum fengið ágjöf og það miklu meira en þetta. Hvað sem ESB líður er það með ólíkindum að þessir svokölluðu skynsömu menn,skuli fá sig til þess,að brjóta Vínarsáttmála ,þar sem segir að bannaða sé að opna skrifstofu eða sendiráð í erlendu ríki. Svo höfum við Elle aldrei fundið í rúm 5 ár að stafsetningu neins manns,því það kemur fyrir alla ásláttarvilla eða ypsilon og annað,virkilega utan dagskrár líklega ætlað að undirstrika gáfurnar !!!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.5.2014 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband