Sólon, Sigmundur Davíð og bakmælgi Benedikts J.

Skuldaleiðréttingar eru jafngamlar lýðræðinu. Sólon, sem uppi var á sjöttu öld fyrir Krist, og eignaðar eru grunnstoðir lýðræðis í Aþenu til forna, beitti sér fyrir skuldaleiðréttingu þegar í óefni var komið fyrir aþensku samfélagi.

Aristóteles segir að andstæðingar Sólon hafi núið honum um nasir að hafa grætt á skuldaniðurfellingunni; látið vini sína vita af henni fyrirfram sem  tóku lán og keyptu eignir en fengu skuldirnar felldar niður.

Orð Aristótelesar minna á að pólitískt baktal er eldra lýðræðinu. Baknag í Aþenu til forna snerist um hagsmuni og grunsemdir misnotkun opinbers valda og er fylgifiskur stjórnmála löngum síðar.

Rógur Benedikts J. um forsætisráðherra, sem samfylkingarútgáfa ber á borð, styðst hvorki við hagsmuni né grun um að ekki sé allt með felldu í opinberum málum. 

Áburður Benedikts er rætnin sjálf uppmáluð. 


mbl.is Hægt að sækja um skuldaleiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Je minn!! Hélt ég myndi aldrei verða minnt svo rækilega á alræmda takta kjaftakellinga í gagnkvæmum heimsóknum að fá sér “tíu”. Siðurinn tíðkaðist um miðja seinustu öld og alvöru karlmenn tóku ekki þátt í,gerðu í besta falli góðlátlegt grín að. Tímarnir breytast!!!

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2014 kl. 09:15

2 Smámynd: Elle_

Ekki nenni ég að lesa það sem þessi brusselska kjaftakelling Benedikt skrifar, nema neydd. 

Elle_, 19.5.2014 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband