Sunnudagur, 18. maí 2014
Morðingjar og hetjur
Samfélög liðast ekki í sundur hægt og rólega heldur með hávaða og látum. Úkraína er ekki undantekning. Almenn herhvöt mun ekki höfða til ábyrgra manna heldur þeirra klikkuðu sem þrífast ekki í heilbrigðu samfélagi en njóta sín í ofbeldisóreiðu.
Blaðamaðurinn Chris Hedges skrifaði bók byggða á reynslu sinni af margvíslegum átökum, hliðstæðum þeim sem nú geisa í Úkraínu. Bókin heitir Stríð er afl sem gefur okkur merkingu.
Mótsögnin sem Hedges fjallar um er þessi: stríð drepur en gefur sumum lífstilgang. Það eru einmitt þeir, morðingjarnir meðal vor, sem ráða ferðinni þegar samfélög brotna í sundur. Og sumir verða hetjur.
Byltingin þarfnast ykkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.